Liverpool gat þakkað fyrir að sleppa með markalaust jafntefli á móti hollenska liðinu Utrecht í Evrópudeildinni í kvöld. Leikurinn fór fram í Hollandi og voru heimamenn klaufar að skora ekki á móti slöku liði Liverpool.
Pepe Reina og varnarmenn Liverpool höfðu í mörgu að snúast í leiknum sérstaklega í seinni hálfleik þar sem hollenska liðið náði nokkrum góðum sóknum og hefði vel getað tryggt sér sigur.
Fernando Torres fékk tvö bestu færi Liverpool, það á meðal frábært færi um miðja síðari hálfleik eftir góðan undirbúning hjá Dirk Kuyt. Torres lét Michel Vorm, markvörð Utrecht, verja frá sér af markteignum.
Liverpool er samt áfram á toppi síns riðils þökk sé 4-1 sigri á Steaua Búkarest í fyrstu umferð en Liverpool er með tveggja stiga forskot á Napoli og Utrecht sem er í 3. sæti eftir tvö markalaus jafntefli.
Steaua og Napoli gerðu 3-3 jafntefli í hinum leik riðilsins þar sem rúmenska liðið var komið í 3-0 eftir aðeins sextán mínútna leik en Ítalirnir jöfnuðu á áttundu mínútu í uppbótartíma.
Liverpool slapp með markalaust jafntefli á móti Utrecht
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið
Fleiri fréttir
