Góðir gestir á ástarplötu 21. október 2010 12:00 ný plata komin út <B>Stuart Murdoch, forsprakki Belle & Sebastian, á tónleikum í Englandi í sumar. </B>Norah Jones og <B>Carey Mulligan eru gestir á nýjustu plötu sveitarinnar.nordicphotos/getty</B> Belle & Sebastian gaf fyrir skömmu út sína áttundu hljóðversplötu, þar sem góðir gestir koma við sögu. Umfjöllunarefnið er ástin í allri sinn dýrð. Áttunda hljóðversplata skosku poppsveitarinnar Belle & Sebastian, sem nefnist Belle & Sebastian Write About Love, kom út fyrir skömmu. Stuart Murdoch hefur verið forsprakki sveitarinnar síðan hann stofnaði hana ásamt Stuart David árið 1996. Murdoch kom fyrst nálægt tónlist opinberlega sem útvarpsmaður í Glasgow-háskóla. Á háskólaárum sínum undir lok níunda áratugarins veiktist hann af síþreytu og gat ekki unnið í sjö ár. Á þessum erfiða tíma, þegar hann var mikið einn með sjálfum sér, fékk hann áhuga á lagasmíðum. „Þetta var mikil eyðimerkurganga og hálfgert tómarúm í lífi mínu. Út frá þessu fór ég að semja þessi lög og melódíur þar sem ég fékk útrás fyrir líðan mína,“ sagði Murdoch. Árið 1995 hafði hann að mestu jafnað sig á veikindunum og fór að smala saman í hljómsveit, sem varð á endanum hin ástsæla Belle & Sebastian. Á þessum tíma fékk hann vinnu sem húsvörður í safnaðarheimili og bjó einnig á efri hæð þess. Þar starfaði hann allt til ársins 2003. Textar Belle & Sebastian hafa einmitt á köflum endurspeglað áhuga Murdochs á trúmálum. Nýjasta plata sveitarinnar fjallar eins og nafnið gefur til kynna um ástina og var tekin upp í Los Angeles. Upptökustjóri var Tony Hoffer, sem einnig stjórnaði upptökum á síðustu plötu sveitarinnar, The Life Pursuit. Góðir gestir koma við sögu á nýju plötunni, en það eru bandaríska söngkonan Norah Jones og enska leikkonan Carey Mulligan, sem sló í gegn í kvikmyndinni An Education og var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir frammistöðu sína. Fjögur ár eru liðin síðan The Life Pursuit kom út. Hún seldist í um 250 þúsund eintökum og þótti vel heppnuð. Sveitin fylgdi plötunni eftir með stórri tónleikaferð og spilaði meðal annars á tvennum tónleikum á Íslandi í júlí 2006, á Nasa og á Bræðslunni á Borgarfirði eystri. Belle & Sebastian Write About Love hefur verið vel tekið. Hún fór beint í áttunda sætið á breska breiðskífulistanum, sem jafnar besta árangur sveitarinnar sem hún náði með The Life Pursuit. Tónleikaferð um Suður-Ameríku er fyrirhuguð í nóvember en í desember verður ferðast vítt og breitt um Bretlandseyjar. freyr@frettabladid.is f Lífið Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Belle & Sebastian gaf fyrir skömmu út sína áttundu hljóðversplötu, þar sem góðir gestir koma við sögu. Umfjöllunarefnið er ástin í allri sinn dýrð. Áttunda hljóðversplata skosku poppsveitarinnar Belle & Sebastian, sem nefnist Belle & Sebastian Write About Love, kom út fyrir skömmu. Stuart Murdoch hefur verið forsprakki sveitarinnar síðan hann stofnaði hana ásamt Stuart David árið 1996. Murdoch kom fyrst nálægt tónlist opinberlega sem útvarpsmaður í Glasgow-háskóla. Á háskólaárum sínum undir lok níunda áratugarins veiktist hann af síþreytu og gat ekki unnið í sjö ár. Á þessum erfiða tíma, þegar hann var mikið einn með sjálfum sér, fékk hann áhuga á lagasmíðum. „Þetta var mikil eyðimerkurganga og hálfgert tómarúm í lífi mínu. Út frá þessu fór ég að semja þessi lög og melódíur þar sem ég fékk útrás fyrir líðan mína,“ sagði Murdoch. Árið 1995 hafði hann að mestu jafnað sig á veikindunum og fór að smala saman í hljómsveit, sem varð á endanum hin ástsæla Belle & Sebastian. Á þessum tíma fékk hann vinnu sem húsvörður í safnaðarheimili og bjó einnig á efri hæð þess. Þar starfaði hann allt til ársins 2003. Textar Belle & Sebastian hafa einmitt á köflum endurspeglað áhuga Murdochs á trúmálum. Nýjasta plata sveitarinnar fjallar eins og nafnið gefur til kynna um ástina og var tekin upp í Los Angeles. Upptökustjóri var Tony Hoffer, sem einnig stjórnaði upptökum á síðustu plötu sveitarinnar, The Life Pursuit. Góðir gestir koma við sögu á nýju plötunni, en það eru bandaríska söngkonan Norah Jones og enska leikkonan Carey Mulligan, sem sló í gegn í kvikmyndinni An Education og var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir frammistöðu sína. Fjögur ár eru liðin síðan The Life Pursuit kom út. Hún seldist í um 250 þúsund eintökum og þótti vel heppnuð. Sveitin fylgdi plötunni eftir með stórri tónleikaferð og spilaði meðal annars á tvennum tónleikum á Íslandi í júlí 2006, á Nasa og á Bræðslunni á Borgarfirði eystri. Belle & Sebastian Write About Love hefur verið vel tekið. Hún fór beint í áttunda sætið á breska breiðskífulistanum, sem jafnar besta árangur sveitarinnar sem hún náði með The Life Pursuit. Tónleikaferð um Suður-Ameríku er fyrirhuguð í nóvember en í desember verður ferðast vítt og breitt um Bretlandseyjar. freyr@frettabladid.is f
Lífið Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira