Hvað er lífið – þetta er lífið! 24. júní 2010 06:00 Heima hjá mér lékum við leik fyrir stuttu sem gekk út á það að koma með hugmyndir að því hvað lífið er. Í anda upphrópunarinnar: „Þetta er lífið!" Svona eins og maður segir það fullur af hamingju og lífsgleði. Dæmi um þess konar hamingju: Ímyndið ykkur að sitja í góðra vina hópi við vel dekkað borð, í skugganum af eplatré í iðandi, grænum og sólríkum dönskum sumargarði. Við þær aðstæður myndum við gefa frá okkur gleðikallið: „Þetta er lífið!" Sömu tilfinningu er lýst í þekktu sönglagi Benny Andersen, Svantes viser, þegar hann raular: „Livet er ikke det værste man har, og om lidt er kaffen klar…" Nú hafa kannski ekki allir upplifað hinar ofangreindu dönsku aðstæður. Ég er dönsk, ég þekki þetta. Og hér á Íslandi reynum við eftir fremsta megni að skapa þessa sömu stemningu á sumrin, öll blöð auglýsa sumar og sól á pallinn - en raunveruleikinn er annar. Það vitum við vel. Ég man fyrsta skiptið sem ég keyrði um íslenskar sumarsveitir og sá fólk á tjaldstæðum í útigöllum. Þá var mér það hulin ráðgáta hvers vegna í ósköpunum þetta fólk færi ekki bara inn. Hvers vegna að fara í útilegu ef veðrið var ekki gott? Í dag veit ég betur. Á Íslandi er ekki til vont veður, það er bara til illa búið fólk. Eins og einn afinn í fjölskyldunni sagði: Ég skil ekkert í því til hvers fólk er alltaf að þvælast til útlanda, við eigum fínustu pollagalla og ágæt gúmmístígvél hér heima. En til að snúa mér aftur að upphafinu, þá lékum við þennan leik í fjölskyldunni um það hvað lífið er. Það fyrsta sem barnið hrópaði, með blik í augum, var: „Lífið er að læra!" Mamman (alías ég) var ánægð með þetta og hugsaði með sér að það rættist úr stelpunni. Eiginmaðurinn sagði: „Lífið er vinna." Týpískur karl! En hann hefur svo sem rétt fyrir sér. En fyrir mig er lífið að heyra hlátur barna minna og vita að á morgun sit ég í skugga dansks eplatrés og syng „…og nu er kaffen klar." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Charlotte Böving Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun
Heima hjá mér lékum við leik fyrir stuttu sem gekk út á það að koma með hugmyndir að því hvað lífið er. Í anda upphrópunarinnar: „Þetta er lífið!" Svona eins og maður segir það fullur af hamingju og lífsgleði. Dæmi um þess konar hamingju: Ímyndið ykkur að sitja í góðra vina hópi við vel dekkað borð, í skugganum af eplatré í iðandi, grænum og sólríkum dönskum sumargarði. Við þær aðstæður myndum við gefa frá okkur gleðikallið: „Þetta er lífið!" Sömu tilfinningu er lýst í þekktu sönglagi Benny Andersen, Svantes viser, þegar hann raular: „Livet er ikke det værste man har, og om lidt er kaffen klar…" Nú hafa kannski ekki allir upplifað hinar ofangreindu dönsku aðstæður. Ég er dönsk, ég þekki þetta. Og hér á Íslandi reynum við eftir fremsta megni að skapa þessa sömu stemningu á sumrin, öll blöð auglýsa sumar og sól á pallinn - en raunveruleikinn er annar. Það vitum við vel. Ég man fyrsta skiptið sem ég keyrði um íslenskar sumarsveitir og sá fólk á tjaldstæðum í útigöllum. Þá var mér það hulin ráðgáta hvers vegna í ósköpunum þetta fólk færi ekki bara inn. Hvers vegna að fara í útilegu ef veðrið var ekki gott? Í dag veit ég betur. Á Íslandi er ekki til vont veður, það er bara til illa búið fólk. Eins og einn afinn í fjölskyldunni sagði: Ég skil ekkert í því til hvers fólk er alltaf að þvælast til útlanda, við eigum fínustu pollagalla og ágæt gúmmístígvél hér heima. En til að snúa mér aftur að upphafinu, þá lékum við þennan leik í fjölskyldunni um það hvað lífið er. Það fyrsta sem barnið hrópaði, með blik í augum, var: „Lífið er að læra!" Mamman (alías ég) var ánægð með þetta og hugsaði með sér að það rættist úr stelpunni. Eiginmaðurinn sagði: „Lífið er vinna." Týpískur karl! En hann hefur svo sem rétt fyrir sér. En fyrir mig er lífið að heyra hlátur barna minna og vita að á morgun sit ég í skugga dansks eplatrés og syng „…og nu er kaffen klar."
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun