Hringekjan Jón Kaldal skrifar 11. janúar 2010 06:00 Þegar forsetinn vísaði breytingalögunum um Icesave-samningana til þjóðarinnar í síðustu viku setti hann af stað hringekju sem enginn veit hvar mun stöðvast. Í kjölfar ákvörðunar forseta hafa birst þrjár skoðanakannanir sem benda til að afstaða kjósenda til Icesave-samninganna er á fleygiferð. Fyrst kom könnun MMR og sýndi góðan stuðning við að samningarnir yrðu felldir. Því næst birtist könnun Capacent og brá þá svo við að meirihluti vildi staðfesta þá. Í nýjustu könnuninni, sem Fréttablaðið birti á laugardag, er aftur kominn öruggur meirihluti fyrir því að fella samningana. Fróðlegt verður að fylgjast með viðhorfsbreytingum landsmanna á þeim vikum sem eru fram að þjóðaratkvæðagreiðslunni. Að lokinni þessari fyrstu viku frá synjun forseta virðist umræðan vera komin alla leið aftur á reit númer eitt, sem er spurningin um hvort Ísland eigi að borga Hollendingum og Bretum það tjón sem skattborgarar þessara landa hafa þegar axlað. Er það ekki gæfuleg byrjun, en skiljanleg því skilaboðin frá forystumönnum stjórnarandstöðuflokkanna, sem harðast hafa barist gegn Icesave-samningunum, eru vægast sagt óskýr. Enn er fullkomlega óljóst hvort formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eru að berjast fyrir því að Íslendingar freisti þess að ná betri samningum um Icesave, eða hvort þeir vilji ekki borga nema að dómur falli í þá veru, jafnvel þótt ekki sé á hreinu frammi fyrir hvaða dómstólum væri hægt að reka málið. Þessi skortur á skýrri afstöðu stjórnarandstöðuflokkanna er auðvitað mjög til trafala í því breiða ákalli um samstöðu sem berst úr öllum hornum. En á meðan umræðan snýst og snýst og ýmislegt verður þokukenndara en áður, liggur þó að minnsta eitt nokkurn veginn fyrir. Sú tilraun að hengja Icesave á núverandi ríkisstjórnarflokka virðist ekki ætla að lukkast, þrátt fyrir ákafar tilraunir. Í fyrra skiptið þegar forseti vísaði óvinsælu lagafrumvarpi til þjóðarinnar lék enginn vafi á hverjum það var eignað. Skoðanakannanir sýndu að um 65 prósent kjósenda ætluðu að hafna fjölmiðlafrumvarpi Davíðs Oddssonar sumarið 2004. Í þeim atgangi öllum snarféll Sjálfstæðisflokkurinn í könnunum og stuðningurinn við ríkisstjórnarsamstarfið við Framsóknarflokkinn galt líka fyrir feigðarflanið. Samtals sögðust 43 prósent kjósenda styðja þessa flokka í skoðanakönnunum og 40 prósent ríkisstjórnina, sem var það minnsta frá því samstarfið hófst 1995. Nýbirt skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir að álíka margir kjósendur og voru á móti fjölmiðlalögunum 2004 ætli að hafna Icesave-samningum ríkisstjórnarinnar. Nú bregður hins vegar svo við að þrátt fyrir þá andstöðu njóta ríkisstjórnarflokkarnir stuðnings um 53 prósenta kjósenda. Þetta bendir til þess að eignarhaldið á Icesave, þessu skelfilega ógæfumáli, er í huga meirihluta kjósenda á ábyrgð annarra en þeirra sem eru að reyna að leysa það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun
Þegar forsetinn vísaði breytingalögunum um Icesave-samningana til þjóðarinnar í síðustu viku setti hann af stað hringekju sem enginn veit hvar mun stöðvast. Í kjölfar ákvörðunar forseta hafa birst þrjár skoðanakannanir sem benda til að afstaða kjósenda til Icesave-samninganna er á fleygiferð. Fyrst kom könnun MMR og sýndi góðan stuðning við að samningarnir yrðu felldir. Því næst birtist könnun Capacent og brá þá svo við að meirihluti vildi staðfesta þá. Í nýjustu könnuninni, sem Fréttablaðið birti á laugardag, er aftur kominn öruggur meirihluti fyrir því að fella samningana. Fróðlegt verður að fylgjast með viðhorfsbreytingum landsmanna á þeim vikum sem eru fram að þjóðaratkvæðagreiðslunni. Að lokinni þessari fyrstu viku frá synjun forseta virðist umræðan vera komin alla leið aftur á reit númer eitt, sem er spurningin um hvort Ísland eigi að borga Hollendingum og Bretum það tjón sem skattborgarar þessara landa hafa þegar axlað. Er það ekki gæfuleg byrjun, en skiljanleg því skilaboðin frá forystumönnum stjórnarandstöðuflokkanna, sem harðast hafa barist gegn Icesave-samningunum, eru vægast sagt óskýr. Enn er fullkomlega óljóst hvort formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eru að berjast fyrir því að Íslendingar freisti þess að ná betri samningum um Icesave, eða hvort þeir vilji ekki borga nema að dómur falli í þá veru, jafnvel þótt ekki sé á hreinu frammi fyrir hvaða dómstólum væri hægt að reka málið. Þessi skortur á skýrri afstöðu stjórnarandstöðuflokkanna er auðvitað mjög til trafala í því breiða ákalli um samstöðu sem berst úr öllum hornum. En á meðan umræðan snýst og snýst og ýmislegt verður þokukenndara en áður, liggur þó að minnsta eitt nokkurn veginn fyrir. Sú tilraun að hengja Icesave á núverandi ríkisstjórnarflokka virðist ekki ætla að lukkast, þrátt fyrir ákafar tilraunir. Í fyrra skiptið þegar forseti vísaði óvinsælu lagafrumvarpi til þjóðarinnar lék enginn vafi á hverjum það var eignað. Skoðanakannanir sýndu að um 65 prósent kjósenda ætluðu að hafna fjölmiðlafrumvarpi Davíðs Oddssonar sumarið 2004. Í þeim atgangi öllum snarféll Sjálfstæðisflokkurinn í könnunum og stuðningurinn við ríkisstjórnarsamstarfið við Framsóknarflokkinn galt líka fyrir feigðarflanið. Samtals sögðust 43 prósent kjósenda styðja þessa flokka í skoðanakönnunum og 40 prósent ríkisstjórnina, sem var það minnsta frá því samstarfið hófst 1995. Nýbirt skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir að álíka margir kjósendur og voru á móti fjölmiðlalögunum 2004 ætli að hafna Icesave-samningum ríkisstjórnarinnar. Nú bregður hins vegar svo við að þrátt fyrir þá andstöðu njóta ríkisstjórnarflokkarnir stuðnings um 53 prósenta kjósenda. Þetta bendir til þess að eignarhaldið á Icesave, þessu skelfilega ógæfumáli, er í huga meirihluta kjósenda á ábyrgð annarra en þeirra sem eru að reyna að leysa það.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun