Bjarni Þór: Mikilvægast að ég spili reglulega Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. júní 2010 07:00 Bjarni í leik með U21 árs landsliði Íslands. GettyImages Bjarni Þór Viðarsson gekk í gær til liðs við belgíska úrvalsdeildarfélagið KV Mechelen og skrifaði undir þriggja ára samning. Hann lék síðast með KSV Roeselare sem féll úr sömu deild nú í vor. „Ég er mjög ánægður með þessa lendingu enda félag sem býr við stöðugleika og ætlar að reyna að bæta árangur síðasta tímabils," sagði Bjarni en Mechelen hafnaði í sjöunda sæti deildarinnar og var hársbreidd frá því að komast í Evrópudeild UEFA. „Þar að auki er þetta gamalt stórveldi hér í Belgíu," bætti hann við. Bjarna stóðu fleiri möguleikar til boða en hann ákvað að vera um kyrrt í Belgíu. „Ég talaði við önnur lið og það var líka einhver áhugi frá Þýskalandi. En ég vil vera hér áfram í 2-3 ár og ef vel gengur og mér tekst að skora einhver mörk þá verður eflaust fylgst vel með manni," sagði hann. „Það mikilvægasta er að ég fái áfram að spila reglulega. Ég fékk mikið að spila í Roeselare og það borgaði sig. Það hefði lítið gert fyrir mig að vera áfram í Twente og sitja bara á bekknum þar," sagði Bjarni en hann var áður á mála hjá Twente í Hollandi. „Ég tel að þetta sé rétt skref fyrir mig. Mér líst mjög vel á félagið og það sem þjálfarinn hafði fram að færa. Mechelen var óheppið að komast ekki í Evrópukeppnina nú og það verður markmið næsta tímabils. Liðið var svo í úrslitum bikarkeppninnar í fyrra og í undanúrslitunum nú í ár." Bjarni á að baki einn leik með A-landsliði Íslands en alls 50 leiki með yngri landsliðum. Í þeim skoraði hann sextán mörk. Hann hóf atvinnumannsferilinn hjá Everton í Englandi en fór þaðan til Hollands árið 2008. Íslenski boltinn Mest lesið Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Leifur Andri leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Fótbolti Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Körfubolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Sjá meira
Bjarni Þór Viðarsson gekk í gær til liðs við belgíska úrvalsdeildarfélagið KV Mechelen og skrifaði undir þriggja ára samning. Hann lék síðast með KSV Roeselare sem féll úr sömu deild nú í vor. „Ég er mjög ánægður með þessa lendingu enda félag sem býr við stöðugleika og ætlar að reyna að bæta árangur síðasta tímabils," sagði Bjarni en Mechelen hafnaði í sjöunda sæti deildarinnar og var hársbreidd frá því að komast í Evrópudeild UEFA. „Þar að auki er þetta gamalt stórveldi hér í Belgíu," bætti hann við. Bjarna stóðu fleiri möguleikar til boða en hann ákvað að vera um kyrrt í Belgíu. „Ég talaði við önnur lið og það var líka einhver áhugi frá Þýskalandi. En ég vil vera hér áfram í 2-3 ár og ef vel gengur og mér tekst að skora einhver mörk þá verður eflaust fylgst vel með manni," sagði hann. „Það mikilvægasta er að ég fái áfram að spila reglulega. Ég fékk mikið að spila í Roeselare og það borgaði sig. Það hefði lítið gert fyrir mig að vera áfram í Twente og sitja bara á bekknum þar," sagði Bjarni en hann var áður á mála hjá Twente í Hollandi. „Ég tel að þetta sé rétt skref fyrir mig. Mér líst mjög vel á félagið og það sem þjálfarinn hafði fram að færa. Mechelen var óheppið að komast ekki í Evrópukeppnina nú og það verður markmið næsta tímabils. Liðið var svo í úrslitum bikarkeppninnar í fyrra og í undanúrslitunum nú í ár." Bjarni á að baki einn leik með A-landsliði Íslands en alls 50 leiki með yngri landsliðum. Í þeim skoraði hann sextán mörk. Hann hóf atvinnumannsferilinn hjá Everton í Englandi en fór þaðan til Hollands árið 2008.
Íslenski boltinn Mest lesið Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Leifur Andri leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Fótbolti Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Körfubolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Sjá meira