Fín lög, frábærar útsetningar Trausti Júlíusson skrifar 19. nóvember 2010 06:00 Here með Önnu Halldórsdóttur. Tónlist / *** Here Anna Halldórsdóttir Anna Halldórsdóttir sendi frá sér tvær plötur sem þóttu lofa góðu undir lok síðustu aldar. Síðan hefur farið frekar lítið fyrir Önnu, en hún hefur undanfarið búið og starfað í New York. Þessi nýja plata, Here, var tekin upp á íslenskum sveitabæ seint í fyrra. Öll lög og textar eru eftir Önnu, en það var Davíð Þór Jónsson sem sá um upptökustjórn og spilaði á flest hljóðfærin. Auk hans og Önnu komu m.a. við sögu Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari og Ólöf Arnalds sem spilaði á fiðlu, víólu og charango. Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki hugmynd um hverju ég átti að búast við þegar ég setti þessa plötu í tækið. Útkoman kom skemmtilega á óvart. Anna er fínn lagasmiður og góður túlkandi og hljóðfæraleikur og hljómur á Here eru fyrsta flokks. Tónlistin er róleg og persónuleg. Hún minnir stundum á Tori Amos eða jafnvel Kate Bush, en stærsti kostur plötunnar felst í því hvað útsetningarnar eru vel heppnaðar. Þær gefa hverju lagi karakter og búa til sterka og sannfærandi heild úr þessum þrettán lögum. Niðurstaða: Tólf árum eftir síðustu plötu kemur sterk og persónuleg plata frá Önnu Halldórsdóttur. Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Tónlist / *** Here Anna Halldórsdóttir Anna Halldórsdóttir sendi frá sér tvær plötur sem þóttu lofa góðu undir lok síðustu aldar. Síðan hefur farið frekar lítið fyrir Önnu, en hún hefur undanfarið búið og starfað í New York. Þessi nýja plata, Here, var tekin upp á íslenskum sveitabæ seint í fyrra. Öll lög og textar eru eftir Önnu, en það var Davíð Þór Jónsson sem sá um upptökustjórn og spilaði á flest hljóðfærin. Auk hans og Önnu komu m.a. við sögu Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari og Ólöf Arnalds sem spilaði á fiðlu, víólu og charango. Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki hugmynd um hverju ég átti að búast við þegar ég setti þessa plötu í tækið. Útkoman kom skemmtilega á óvart. Anna er fínn lagasmiður og góður túlkandi og hljóðfæraleikur og hljómur á Here eru fyrsta flokks. Tónlistin er róleg og persónuleg. Hún minnir stundum á Tori Amos eða jafnvel Kate Bush, en stærsti kostur plötunnar felst í því hvað útsetningarnar eru vel heppnaðar. Þær gefa hverju lagi karakter og búa til sterka og sannfærandi heild úr þessum þrettán lögum. Niðurstaða: Tólf árum eftir síðustu plötu kemur sterk og persónuleg plata frá Önnu Halldórsdóttur.
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira