Þóra B. Helgadóttir og félagar í LdB FC Malmö unnu í dag 3-0 sigur á botnliði AIK í sænsku úrvalsdeildinni í gær.
Malmö tryggði sér sænska meistaratitilinn um síðustu helgi og höfðu því að litlu að keppa í dag. AIK féll hins vegar úr deildinni í dag.
Þóra stóð að venju í marki Malmö en Dóra Stefánsdóttir hefur verið frá vegna meiðsla allt tímabilið.
Þá var Guðbjörg Gunnarsdóttir í markinu hjá Djurgården sem tapaði á heimavelli fyrir Sunnanå, 2-1. Djurgården er í níunda sæti deildarinnar með átján stig.
Meistararnir fóru létt með botnliðið
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“
Körfubolti







„Ég hef hluti að gera hér“
Körfubolti


Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum
Handbolti