Fótbolti

Íþróttadómstóll Evrópu tekur ákvörðun um hvort Ribery spili úrslitaleikinn

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Útaf með þig vinur - Ribery rekinn af velli.
Útaf með þig vinur - Ribery rekinn af velli. Getty Images
Fjórum dögum fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar fær Franck Ribery að vita hvort hann fái að spila leikinn. Samkvæmt öllu á kappinn að vera í banni.

Ribery, sem leikur með Bayern Munchen sem mætir Inter Milan í úrslitaleiknum 22. maí í Madríd, fékk beint rautt spjald í undanúrslitaleiknum gegn Lyon.

Hann fékk þriggja leikja bann en Bayern hefur barist hatrammlega gegn banninu. UEFA neitaði að draga spjaldið til baka, og er málið nú hjá Íþróttadómstóli Evrópu.

Fá Bayern sínu framgegnt, að banninu verði breytt í einn leik, nær Ribery úrslitaleiknum þar sem hann fékk rauða spjaldið í fyrri leiknum gegn Lyon.

Ribery er eins og allir vita lykilmaður hjá Bayern.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×