Umfjöllun: Valsstúlkur Íslandsmeistarar árið 2010 Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 25. apríl 2010 17:48 Berglind Íris Hansdóttir átti stórleik í marki Vals eins og svo oft áður. Valsstúlkur tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn í dag eftir sigur í framlengingu gegn Fram. Leikurinn var æsispennandi en Valsstúlkur sýndu stáltaugar og kláruðu leikinn í framlengingu. Lokatölur 23-26 og lauk einvíginu 3-1 Val í vil. Framstúlkur byrjuðu leikinn með látum og komust í 4-1 eftir fimm mínútur. Framliðið leit vel út og útlit var fyrir að þær ætluðu að valta yfir gestina. Valsstúlkur svöruðu fljótt með frábærum kafla. Þær skoruðu sjö mörk í röð og tóku forystuna í leiknum. Berglind Íris Hansdóttir varði allt sem kom á markið og þær nýttu vel sóknir sínar. Stemningin var mikil og það var þétt setið á pöllunum í Safamýrinni. Einar Jónsson tók loks leikhlé eftir þrettám mínútna leik enda lið hans engan veginn að finna sig. Þær skoruðu í kjölfarið og leikur liðsins skánaði. Stelpurnar börðust ansi hart í leiknum og mikil barátta var inn í vellinum. Valsstúlkur spiluðu gríðarlega harða vörn og tóku vel á heimastúlkum. Í eitt skiptið var Stellu Sigurðardóttir til að mynda hennt langt útaf vellinum undir einhverja uppblásna N1 dýnu. Kannski voru skilaboðin skýr og Valsstúlkur að benda þeim á að þær ætluðu sér að verða Íslandsmeistarar N1-deild kvenna. Framstúlkur funndu þó aftur taktinn í sókninni undir lok fyrrihálfleiks og náðu að saxa á forskotið. Staðan var 9-12 gestunum í vil er flautað var til hálfleiks. Eftir að sex mínútur voru liðnar af síðari hálfleik meiddist Stella Sigurðardóttir alvarlega eftir höfuðhögg og var leikurinn stöðvaður í dágóðan tíma. Stella var í kjölfarið borin útaf á börum. Eftir þetta atvik virtust heimastúlkur eflast og meiri grimmd kom í liðið. Þegar korter var eftir jöfnuðu svo loks Framarar, komust svo strax yfir og allt ætlaði um koll að keyra í húsinu. Síðustu tíu mínúturnar af venjulegum leiktíma voru vægast sagt rafmagnaðar. Önnur eins stemning og barátta hefur sjaldan sést í kvennadeildinni og frábært að vera viðstaddur í Safamýrinni í dag og verða vitni af þessum magnaða handboltaleik. Karen Knútsdóttir gerði gæfumuninn undir lok leiksins og var frábær. Hún svo sannarlega stóð upp og fór fyrir sínu liði með 10 mörk eftir klukkutíma leik en hjá gestunum var Hrafnhildur Skúladóttir sömuleiðis frábær með 9 mörk eftir venjulegan leiktíma. Staðan var 22-22 þegar að síðari hálfleik lauk og framlenging staðreynd. Spennan hélt áfram í framlengingunni og skoruðu Framstúlkur á undan. Hrafnhildur Skúladóttir var snögg að jafna úr víti hinumegin. Hún skoraði svo aftur úr víti stuttu seinna og kom Val yfir. Staðan 23-24 eftir fyrri hluta framlengingarinnar. Hrafnhildur var aftur mætt á vítapunktinn í seinni hlutnaum og skoraði örugglega. Berglind varði svo tvisvar sinnum frábærlega hinumegin og þar með var titillinn tryggður. Rebekka Rut Skúladóttir bætti við marki undir lokin og lokatölur 23-26. Valsstúlkur eru Íslandsmeistarar í N1-deild kvenna 2010 og loks er 27 ára biðin á enda. Fram-Valur 23-26 (9-12) Mörk Fram (skot): Karen Knútsdóttir 10/3 (17/5), Pavla Nevarilova 4 (4), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 4 (8), Stella Sigurðardóttir 2 (12), Marthe Sördal 1 (1), Anna María Guðmundsdóttir 1 (1), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (4)Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 15 skot varin.Hraðaupphlaup: 5 (Guðrún 3, Karen, Anna)Fiskuð víti: 5 (Guðrún 2, Karen Ásta, Marthe) Utan vallar: 6 mín.Mörk Vals (skot): Hrafnhildur Skúladóttir 12/7 (19/7), Íris Ásta Pétursdóttir 4 (6), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3 (4), Rebekka Rut Skúladóttir 3 (7), Hildigunnur Einarsdóttir 2 (2), Kristín Guðmundsdóttir 2 (6)Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 19/1 skot varin.Hraðaupphlaup: 2 (Hildigunnur, Ásta)Fiskuð víti: 7 (Anna Úrsúla 2, Arndís, Rebekka, Hrafnhildur, Hildigunnur, Katrín A.)Utan vallar: 8 mín.Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Olís-deild kvenna Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Sjá meira
Valsstúlkur tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn í dag eftir sigur í framlengingu gegn Fram. Leikurinn var æsispennandi en Valsstúlkur sýndu stáltaugar og kláruðu leikinn í framlengingu. Lokatölur 23-26 og lauk einvíginu 3-1 Val í vil. Framstúlkur byrjuðu leikinn með látum og komust í 4-1 eftir fimm mínútur. Framliðið leit vel út og útlit var fyrir að þær ætluðu að valta yfir gestina. Valsstúlkur svöruðu fljótt með frábærum kafla. Þær skoruðu sjö mörk í röð og tóku forystuna í leiknum. Berglind Íris Hansdóttir varði allt sem kom á markið og þær nýttu vel sóknir sínar. Stemningin var mikil og það var þétt setið á pöllunum í Safamýrinni. Einar Jónsson tók loks leikhlé eftir þrettám mínútna leik enda lið hans engan veginn að finna sig. Þær skoruðu í kjölfarið og leikur liðsins skánaði. Stelpurnar börðust ansi hart í leiknum og mikil barátta var inn í vellinum. Valsstúlkur spiluðu gríðarlega harða vörn og tóku vel á heimastúlkum. Í eitt skiptið var Stellu Sigurðardóttir til að mynda hennt langt útaf vellinum undir einhverja uppblásna N1 dýnu. Kannski voru skilaboðin skýr og Valsstúlkur að benda þeim á að þær ætluðu sér að verða Íslandsmeistarar N1-deild kvenna. Framstúlkur funndu þó aftur taktinn í sókninni undir lok fyrrihálfleiks og náðu að saxa á forskotið. Staðan var 9-12 gestunum í vil er flautað var til hálfleiks. Eftir að sex mínútur voru liðnar af síðari hálfleik meiddist Stella Sigurðardóttir alvarlega eftir höfuðhögg og var leikurinn stöðvaður í dágóðan tíma. Stella var í kjölfarið borin útaf á börum. Eftir þetta atvik virtust heimastúlkur eflast og meiri grimmd kom í liðið. Þegar korter var eftir jöfnuðu svo loks Framarar, komust svo strax yfir og allt ætlaði um koll að keyra í húsinu. Síðustu tíu mínúturnar af venjulegum leiktíma voru vægast sagt rafmagnaðar. Önnur eins stemning og barátta hefur sjaldan sést í kvennadeildinni og frábært að vera viðstaddur í Safamýrinni í dag og verða vitni af þessum magnaða handboltaleik. Karen Knútsdóttir gerði gæfumuninn undir lok leiksins og var frábær. Hún svo sannarlega stóð upp og fór fyrir sínu liði með 10 mörk eftir klukkutíma leik en hjá gestunum var Hrafnhildur Skúladóttir sömuleiðis frábær með 9 mörk eftir venjulegan leiktíma. Staðan var 22-22 þegar að síðari hálfleik lauk og framlenging staðreynd. Spennan hélt áfram í framlengingunni og skoruðu Framstúlkur á undan. Hrafnhildur Skúladóttir var snögg að jafna úr víti hinumegin. Hún skoraði svo aftur úr víti stuttu seinna og kom Val yfir. Staðan 23-24 eftir fyrri hluta framlengingarinnar. Hrafnhildur var aftur mætt á vítapunktinn í seinni hlutnaum og skoraði örugglega. Berglind varði svo tvisvar sinnum frábærlega hinumegin og þar með var titillinn tryggður. Rebekka Rut Skúladóttir bætti við marki undir lokin og lokatölur 23-26. Valsstúlkur eru Íslandsmeistarar í N1-deild kvenna 2010 og loks er 27 ára biðin á enda. Fram-Valur 23-26 (9-12) Mörk Fram (skot): Karen Knútsdóttir 10/3 (17/5), Pavla Nevarilova 4 (4), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 4 (8), Stella Sigurðardóttir 2 (12), Marthe Sördal 1 (1), Anna María Guðmundsdóttir 1 (1), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (4)Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 15 skot varin.Hraðaupphlaup: 5 (Guðrún 3, Karen, Anna)Fiskuð víti: 5 (Guðrún 2, Karen Ásta, Marthe) Utan vallar: 6 mín.Mörk Vals (skot): Hrafnhildur Skúladóttir 12/7 (19/7), Íris Ásta Pétursdóttir 4 (6), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3 (4), Rebekka Rut Skúladóttir 3 (7), Hildigunnur Einarsdóttir 2 (2), Kristín Guðmundsdóttir 2 (6)Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 19/1 skot varin.Hraðaupphlaup: 2 (Hildigunnur, Ásta)Fiskuð víti: 7 (Anna Úrsúla 2, Arndís, Rebekka, Hrafnhildur, Hildigunnur, Katrín A.)Utan vallar: 8 mín.Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson.
Olís-deild kvenna Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti