Meira kínverskt takk Jónas Sen skrifar 20. desember 2010 06:00 Kínversk Norðurljós. Tónlist HH Kínversk norðurljós Xu Wen sópran ásamt Örnu Rún Atladóttur píanóleikara Kínversk þjóðlög heyrast ekki oft hér á landi. Geislaplata með sópransöngkonunni Xu Wen, sem hefur búið á hér á landi í rúm tuttugu ár, er því skemmtileg viðbót í tónlistarflóruna. Röddin er björt og hrein, og lögin eru sungin af tilfinningu og einlægni. Þetta er falleg tónlist, og það er synd að lögin eru aðeins fjögur. Xu Wen hefur ekki verið áberandi í tónlistarlífinu, a.m.k. ekki á Íslandi. Hún ætlar greinilega að bæta úr því og kynna hlustendum sem flestar hliðar á sjálfri sér. Ég held að það séu mistök. Geislaplatan inniheldur nokkurs konar bland-í-poka-dagskrá, þarna eru fimm grísk þjóðlög í útfærslu Maurice Ravels, nokkur lög eftir Sigvalda Kaldalóns og fáeinar aríur. Það er tónlist sem passar ekkert voðalega vel saman. Þetta er ekki bara hlaup og súkkulaði, heldur líka hákarl og harðfiskur. Ef hægt er að nota þá líkingu. Svona ósamstæð dagskrá gerir geislaplötuna í heild ekkert sérstaklega girnilega. Það er vaðið úr einu í annað. Xu Wen er samt prýðileg söngkona. En konseptið er ekki nógu skýrt. Hefði ekki verið meira spennandi að hafa eingöngu kínversk þjóðlög á plötunni? Eitthvað alveg einstætt í íslensku tónlistarlífi? Þannig plata myndi vekja mikla athygli. Niðurstaða: Xu Wen er flott söngkona en lagavalið á geislaplötunni er ósamstætt. Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf „Þeir sem skrifuðu slæmu dómana vissu ekki eins mikið og þeir töldu sig vita“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Tónlist HH Kínversk norðurljós Xu Wen sópran ásamt Örnu Rún Atladóttur píanóleikara Kínversk þjóðlög heyrast ekki oft hér á landi. Geislaplata með sópransöngkonunni Xu Wen, sem hefur búið á hér á landi í rúm tuttugu ár, er því skemmtileg viðbót í tónlistarflóruna. Röddin er björt og hrein, og lögin eru sungin af tilfinningu og einlægni. Þetta er falleg tónlist, og það er synd að lögin eru aðeins fjögur. Xu Wen hefur ekki verið áberandi í tónlistarlífinu, a.m.k. ekki á Íslandi. Hún ætlar greinilega að bæta úr því og kynna hlustendum sem flestar hliðar á sjálfri sér. Ég held að það séu mistök. Geislaplatan inniheldur nokkurs konar bland-í-poka-dagskrá, þarna eru fimm grísk þjóðlög í útfærslu Maurice Ravels, nokkur lög eftir Sigvalda Kaldalóns og fáeinar aríur. Það er tónlist sem passar ekkert voðalega vel saman. Þetta er ekki bara hlaup og súkkulaði, heldur líka hákarl og harðfiskur. Ef hægt er að nota þá líkingu. Svona ósamstæð dagskrá gerir geislaplötuna í heild ekkert sérstaklega girnilega. Það er vaðið úr einu í annað. Xu Wen er samt prýðileg söngkona. En konseptið er ekki nógu skýrt. Hefði ekki verið meira spennandi að hafa eingöngu kínversk þjóðlög á plötunni? Eitthvað alveg einstætt í íslensku tónlistarlífi? Þannig plata myndi vekja mikla athygli. Niðurstaða: Xu Wen er flott söngkona en lagavalið á geislaplötunni er ósamstætt.
Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf „Þeir sem skrifuðu slæmu dómana vissu ekki eins mikið og þeir töldu sig vita“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira