Stór nöfn í stuttmynd Barkar Kristjana Arnardóttir skrifar 8. desember 2010 09:30 Björn Thors (að ofan) og Þrúður Vilhjálmsdóttir fara með stór hlutverk í myndinni Come to Harm sem Börkur Sigþórsson leikstýrir. Börkur Sigþórsson gerir áhugaverða stuttmynd eftir handriti Stuart Beattie. Í aðalhlutverki er Björn Thors sem leikstjórinn segir að sé besti leikari sinnar kynslóðar. „Við skutum hluta myndarinnar síðasta vetur og núna erum við að klára,“ segir Börkur Sigþórsson, leikstjóri stuttmyndarinnar Come to Harm. Myndin skartar Birni Thors í aðalhlutverki, en með önnur hlutverk fara Þrúður Vilhjálmsdóttir, Magnús Ragnarsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson og Jón Páll Eyjólfsson, svo einhverjir séu nefndir. Börkur segir þetta enga venjulega stuttmynd, heldur sé hún hluti af mun stærra verki. „Þetta verkefni kom til mín í gegnum fyrirtæki sem ég tengist í Los Angeles en það fyrirtæki tengist áströlsku framleiðslufyrirtæki sem á í rauninni upphafið að þessu öllu saman,“ segir Börkur.Börkur Sigþórsson.Framleiðslufyrirtækið ástralska fékk handritshöfundinn Stuart Beattie til þess að skrifa gróft handrit að stuttmynd og síðan fengu sex leikstjórar, hver úr sinni áttinni, handritin í hendurnar. Þegar allir leikstjórarnir hafa lokið tökum á myndunum, verða þær settar saman í eina kvikmynd í fullri lengd. „Þetta er svolítið eins og þú sæir sex mismunandi uppfærslur af sama leikverkinu,“ segir Börkur. Stuart Beattie er þekktur handritshöfundur en úr smiðju hans eru myndir á borð við Collateral, Australia og Pirates of the Caribbean svo einhverjar séu nefndar. Börkur segir tökurnar hafa gengið ágætlega. „Þetta var frekar lengi að komast af stað en þetta fer að klárast.“ Eins og áður sagði fer Björn Thors með aðalhlutverkið í myndinni. „Við Bjössi erum gamlir félagar og höfum unnið mikið saman í gegnum tíðina. Hann er einn af mínum nánari vinum og er að mínu mati besti leikari sinnar kynslóðar. Það var frekar augljóst frá upphafi hver myndi fara með aðalhlutverkið,“ segir Börkur, en hann vann myndina í samstarfi við Kvikmyndamiðstöð Íslands og íslenska framleiðslufyrirtækið Republik. kristjana@frettabladid.is Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Börkur Sigþórsson gerir áhugaverða stuttmynd eftir handriti Stuart Beattie. Í aðalhlutverki er Björn Thors sem leikstjórinn segir að sé besti leikari sinnar kynslóðar. „Við skutum hluta myndarinnar síðasta vetur og núna erum við að klára,“ segir Börkur Sigþórsson, leikstjóri stuttmyndarinnar Come to Harm. Myndin skartar Birni Thors í aðalhlutverki, en með önnur hlutverk fara Þrúður Vilhjálmsdóttir, Magnús Ragnarsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson og Jón Páll Eyjólfsson, svo einhverjir séu nefndir. Börkur segir þetta enga venjulega stuttmynd, heldur sé hún hluti af mun stærra verki. „Þetta verkefni kom til mín í gegnum fyrirtæki sem ég tengist í Los Angeles en það fyrirtæki tengist áströlsku framleiðslufyrirtæki sem á í rauninni upphafið að þessu öllu saman,“ segir Börkur.Börkur Sigþórsson.Framleiðslufyrirtækið ástralska fékk handritshöfundinn Stuart Beattie til þess að skrifa gróft handrit að stuttmynd og síðan fengu sex leikstjórar, hver úr sinni áttinni, handritin í hendurnar. Þegar allir leikstjórarnir hafa lokið tökum á myndunum, verða þær settar saman í eina kvikmynd í fullri lengd. „Þetta er svolítið eins og þú sæir sex mismunandi uppfærslur af sama leikverkinu,“ segir Börkur. Stuart Beattie er þekktur handritshöfundur en úr smiðju hans eru myndir á borð við Collateral, Australia og Pirates of the Caribbean svo einhverjar séu nefndar. Börkur segir tökurnar hafa gengið ágætlega. „Þetta var frekar lengi að komast af stað en þetta fer að klárast.“ Eins og áður sagði fer Björn Thors með aðalhlutverkið í myndinni. „Við Bjössi erum gamlir félagar og höfum unnið mikið saman í gegnum tíðina. Hann er einn af mínum nánari vinum og er að mínu mati besti leikari sinnar kynslóðar. Það var frekar augljóst frá upphafi hver myndi fara með aðalhlutverkið,“ segir Börkur, en hann vann myndina í samstarfi við Kvikmyndamiðstöð Íslands og íslenska framleiðslufyrirtækið Republik. kristjana@frettabladid.is
Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira