Hönefoss tók í dag á móti Fredrikstad í fyrri viðureign liðanna um sæti í norsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Fredrikstad vann 4-1 útisigur og er því með pálmann í höndunum fyrir seinni leikinn.
Kristján Örn Sigurðsson var í byrjunarliði Hönefoss og Gunnar Heiðar Þorvaldsson í byrjunarliði Fredrikstad. Kristján fékk gult spjald í leiknum fyrir brot á Gunnari.
Kristján lék allan leikinn en Gunnari var skipt af velli í síðari hálfleik.