Fótbolti

John Terry keyrði á starfsmann Chelsea án þess að vita af því

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Terry, fyrirliði Chelsea.
John Terry, fyrirliði Chelsea. Mynd/AFP
John Terry átti erfitt með að komast frá Stamford Bridge í gærkvöldi eftir tapleikinn á móti Inter Milan í Meistaradeildinni. Fjöldi ljósmyndara kepptust við að ná myndir af honum og konu hans Toni, þegar þau yfirgáfu leikvanginn og svo fór að Terry keyrði á öryggisvörð sem var að reyna að halda ágengum ljósmyndurum í burtu.

Öryggisvörðum Chelsea tókst að búa til braut fyrir bíl John Terry sem keyrði hægt út af vellinum í gegnum alla kösina en varð þó fyrir því óláni að keyra yfir fót eins öryggisvarðarins. Terry tók ekki eftir neinu og keyrði í burtu en hann var seinna látinn vita af því sem gerðist.

Hinn óheppni öryggisverður marðist á fæti og tognaði á ökkla en hann fékk síðar símtal frá fyrirliðanum sem bað hann afsökunar. Það er allt í góðu þeirra á milli.

Bíllinn hans John Terry slapp þó ekki því hann var allur rispaður á hliðunum eftir hina kappsömu ljósmyndara sem gerðu allt til þess að ná í hina fullkomnu mynd af hjónakornunum keyra í burtu.

Hér má sjá frétt og myndir af atvikinu á vefsíðu Daily Mail.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×