Lífið

Boðið stórfé fyrir að hætta

Staðnaðir Rivers Cuomo og félögum í Weezer hefur verið boðið stórfé fyrir að hætta störfum.
Staðnaðir Rivers Cuomo og félögum í Weezer hefur verið boðið stórfé fyrir að hætta störfum.

Meðlimum hljómsveitarinnar Weezer hafa verið boðnar tíu milljónir dala, ríflega 1,1 milljarður króna, fyrir að hætta störfum.

Það var Seattle-búinn James Burns sem efndi til undirskriftalista á netinu þar sem skorað er á hljómsveitina að hætta. Vill Burns meina að Weezer hafi verið á niðurleið síðan platan Pinkerton kom út árið 1996. Burns hefur safnað 182 dölum en segir að ef allir sem festu kaup á Pinkerton leggi til 12 dali náist markmiðið.

„Ef þeir geta haft þetta tuttugu milljónir, þá hættum við með stæl," sagði Scott Shriner, bassaleikari Weezer, í laufléttri Twitter-færslu um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×