Balotelli grýtti treyjunni í grasið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. apríl 2010 22:45 Mario Balotelli rífst hér við stuðningsmenn Inter í kvöld. Nordic Photos / AFP Mario Balotelli er aftur búinn að koma sér í ónáð hjá Jose Mourinho, stjóra Inter, eftir að hann grýtti treyju sinni í grasið eftir sigur Inter á Barcelona í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Balotelli kom inn á sem varamaður tuttugu mínútum fyrir leikslok. Undir lok leiksins gerði hann mistök þegar Inter komst í skyndisókn og fékk hann að kenna á því hjá stuðningsmönnum liðsins. Balotelli brást hinn versti við og sendi stuðningsmönnum tóninn til baka. Eftir leikinn grýtti hann svo treyjunni sinni í grasið og lét öllum illum látum. Aðrir leikmenn blönduðu sér í málið og gekk Marco Materazzi hvað lengst. Zlatan Ibrahimovic, leikmaður Barcelona og fyrrum leikmaður Inter, sagði að Materazzi hefði ráðist á Balotelli í göngunum eftir leik. „Ég sá að Materazzi réðst á hann og ég hef aldrei séð nokkru þessu líkt," sagði Zlatan í samtali við ítalska fjölmiðla eftir leik. „Sjálfur hefði ég látið Mario í friði. En ef Materazzi hefði ráðist á mig með þessum hætti hefði ég látið hnefana tala." „Materazzi var að skapa alls kyns usla í stað þess að fagna góðum sigri ákvað hann að elta uppi tvítugan strák og úthúða honum." Undir kvöldið var svo greint frá því að stuðningsmenn hefðu veist að Balotelli á bílastæðinu fyrir utan San Siro í kvöld. Öryggisverðir urðu að koma honum til bjargar. Dejan Stankovic hefur sjálfur lent í útistöðum við stuðningsmenn Inter og sagði að sín viðbrögð hefðu verið röng á sínum tíma, rétt eins og hjá Balotelli nú. „Við þurfum að skilja hvað er hann er að hugsa. Hann er að haga sér eins og barn. En ég er viss um að hann getur lagað þetta. En hann verður að haga sér skynsamlega," sagði Stankovic. Jose Mourinho, stjóri Inter, var nýbúinn að taka Balotelli aftur í sátt eftir að hafa sett hann út í kuldann fyrr í vetur. Þá hafði hann til að mynda klæðst treyju erkifjendanna í AC Milan í ítölskum sjónvarpsþætti. Það má búast við því að Mourinho og forráðamenn Inter muni refsa Balotelli vegna þess sem gerðist í kvöld. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira
Mario Balotelli er aftur búinn að koma sér í ónáð hjá Jose Mourinho, stjóra Inter, eftir að hann grýtti treyju sinni í grasið eftir sigur Inter á Barcelona í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Balotelli kom inn á sem varamaður tuttugu mínútum fyrir leikslok. Undir lok leiksins gerði hann mistök þegar Inter komst í skyndisókn og fékk hann að kenna á því hjá stuðningsmönnum liðsins. Balotelli brást hinn versti við og sendi stuðningsmönnum tóninn til baka. Eftir leikinn grýtti hann svo treyjunni sinni í grasið og lét öllum illum látum. Aðrir leikmenn blönduðu sér í málið og gekk Marco Materazzi hvað lengst. Zlatan Ibrahimovic, leikmaður Barcelona og fyrrum leikmaður Inter, sagði að Materazzi hefði ráðist á Balotelli í göngunum eftir leik. „Ég sá að Materazzi réðst á hann og ég hef aldrei séð nokkru þessu líkt," sagði Zlatan í samtali við ítalska fjölmiðla eftir leik. „Sjálfur hefði ég látið Mario í friði. En ef Materazzi hefði ráðist á mig með þessum hætti hefði ég látið hnefana tala." „Materazzi var að skapa alls kyns usla í stað þess að fagna góðum sigri ákvað hann að elta uppi tvítugan strák og úthúða honum." Undir kvöldið var svo greint frá því að stuðningsmenn hefðu veist að Balotelli á bílastæðinu fyrir utan San Siro í kvöld. Öryggisverðir urðu að koma honum til bjargar. Dejan Stankovic hefur sjálfur lent í útistöðum við stuðningsmenn Inter og sagði að sín viðbrögð hefðu verið röng á sínum tíma, rétt eins og hjá Balotelli nú. „Við þurfum að skilja hvað er hann er að hugsa. Hann er að haga sér eins og barn. En ég er viss um að hann getur lagað þetta. En hann verður að haga sér skynsamlega," sagði Stankovic. Jose Mourinho, stjóri Inter, var nýbúinn að taka Balotelli aftur í sátt eftir að hafa sett hann út í kuldann fyrr í vetur. Þá hafði hann til að mynda klæðst treyju erkifjendanna í AC Milan í ítölskum sjónvarpsþætti. Það má búast við því að Mourinho og forráðamenn Inter muni refsa Balotelli vegna þess sem gerðist í kvöld.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira