Fastur í líkama rokkstjörnu 20. maí 2010 06:30 Sýning á verkum Erlings T. V. Klinbergberg verður opnuð í Hafnarborg í kvöld með virkjun þar sem fjöldi listamanna kemur fram. Sýning á verkum Erlings T. V. Klingenberg verður opnuð í Hafnarborg í kvöld. Yfirskrift sýningarinnar er: Það er erfitt að vera listamaður í líkama rokkstjörnu. Yfirskrift sýningarinnar vísar til umfjöllunarefnis sem Erling hefur talsvert fengist við en það er spurningin um það hvað það er að vera listamaður. „Þessi setning er búin að fylgja mér svolítið lengi. Þetta byrjaði í Kanada þegar ég var að tala við listamann þar. Við vorum að velta því fyrir okkur hvort það væri erfitt að vera listamaður í líkama rokkstjörnu eða rokkstjarna í líkama listamans," segir Erling, sem síðast hélt sýningar í Berlín og Danmörku. Sýningin í Hafnarborg verður opnuð með gjörningi eða virkjun eins og Erling vill kalla uppátækið. Þar beinir hann athyglinni að eigin persónu, líkama og tilvist og undirstrikar þessa þætti einnig í sýningunni með málverki og skúlptúr sem varpa fram spurningum um frummynd og eftirmynd, tilbúning og upprunaleika. Þátttakendur í virkjuninni eru The Stimulators, eða þau Helgi Svavar Helgason, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, Ómar Guðjónsson, Heiða Eiríks, Bóas Hallgrímsson og Óttarr Proppé. Auk þeirra tekur Kvennakór Öldutúns þátt og Karl Jóhann Jónsson og Klingenberg-klúbburinn sem er skipaður ungu fólki. „Þau eru í raun og veru að drífa listamanninn áfram. Ég verð svolítið myndlistarmaðurinn og þau verða tónlistarmaðurinn eða -mennirnir. Svo er einhver víxlverkun á milli og þau drífa listamanninn áfram í að skapa," segir Erling. „Ætli það séu ekki um 46 manns sem eru með mér í þessu. Við ætlum að reyna að byrja á slaginu átta." Erling T. V. Klingenberg hefur verið atkvæðamikill í íslensku listalífi á undanförnum árum en hann hefur um árabil rekið sýningarrýmið Kling og Bang ásamt öðrum listamönnum. Erling lauk prófi í myndlist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1994. Á meðan hann stundaði nám þar var hann skiptinemi við skólann Fachhochschule für Bildende Kunst í Kiel í Þýskalandi. Hann stundaði síðan framhaldsnám bæði í Þýskalandi og Kanada og lauk MFA-gráðu við Nova Scotia College of Art & Design í Halifax. Erling hefur tekið þátt í fjölda sýninga á Íslandi og erlendis. freyr@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Sýning á verkum Erlings T. V. Klingenberg verður opnuð í Hafnarborg í kvöld. Yfirskrift sýningarinnar er: Það er erfitt að vera listamaður í líkama rokkstjörnu. Yfirskrift sýningarinnar vísar til umfjöllunarefnis sem Erling hefur talsvert fengist við en það er spurningin um það hvað það er að vera listamaður. „Þessi setning er búin að fylgja mér svolítið lengi. Þetta byrjaði í Kanada þegar ég var að tala við listamann þar. Við vorum að velta því fyrir okkur hvort það væri erfitt að vera listamaður í líkama rokkstjörnu eða rokkstjarna í líkama listamans," segir Erling, sem síðast hélt sýningar í Berlín og Danmörku. Sýningin í Hafnarborg verður opnuð með gjörningi eða virkjun eins og Erling vill kalla uppátækið. Þar beinir hann athyglinni að eigin persónu, líkama og tilvist og undirstrikar þessa þætti einnig í sýningunni með málverki og skúlptúr sem varpa fram spurningum um frummynd og eftirmynd, tilbúning og upprunaleika. Þátttakendur í virkjuninni eru The Stimulators, eða þau Helgi Svavar Helgason, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, Ómar Guðjónsson, Heiða Eiríks, Bóas Hallgrímsson og Óttarr Proppé. Auk þeirra tekur Kvennakór Öldutúns þátt og Karl Jóhann Jónsson og Klingenberg-klúbburinn sem er skipaður ungu fólki. „Þau eru í raun og veru að drífa listamanninn áfram. Ég verð svolítið myndlistarmaðurinn og þau verða tónlistarmaðurinn eða -mennirnir. Svo er einhver víxlverkun á milli og þau drífa listamanninn áfram í að skapa," segir Erling. „Ætli það séu ekki um 46 manns sem eru með mér í þessu. Við ætlum að reyna að byrja á slaginu átta." Erling T. V. Klingenberg hefur verið atkvæðamikill í íslensku listalífi á undanförnum árum en hann hefur um árabil rekið sýningarrýmið Kling og Bang ásamt öðrum listamönnum. Erling lauk prófi í myndlist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1994. Á meðan hann stundaði nám þar var hann skiptinemi við skólann Fachhochschule für Bildende Kunst í Kiel í Þýskalandi. Hann stundaði síðan framhaldsnám bæði í Þýskalandi og Kanada og lauk MFA-gráðu við Nova Scotia College of Art & Design í Halifax. Erling hefur tekið þátt í fjölda sýninga á Íslandi og erlendis. freyr@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira