Eitt af sterkustu æfingamótum haustsins í handboltanum verður á Akureyri um helgina. Norðlenska er bakhjarl mótsins sem nefnist fyrir vikið Opna Norðlenska en mörg bestu liðanna hafa ákveðið að keppa frekar á þessu móti en Opna Reykjavíkurmótinu sem fram fer sömu helgi.
Auk heimamanna taka þátt í þessu móti úrvaldsdeildarliðin FH, Fram og Valur en þá verða 1. deildarliðin Grótta og Stjarnan einnig með.
Akureyringar hafa verið að setja saman nýtt spennandi lið í sumar undir stjórn Atla Hilmarssonar og það verður fróðlegt að sjá hvernig þeir standa sig á mótinu. Það verður líka sérstök kynning á leikmannahópi Akureyrar klukkan átta í kvöld í Íþróttahöllinni.
Leikið verður í tveim riðlum á mótinu, annarsvegar Akureyri, Grótta og Fram en í hinum riðlinum eru Valur, FH og Stjarnan.
Leikjafyrirkomulagið:
Föstudagur 10. september
Kl. 16:30 Akureyri - Grótta
Kl. 18:00 Valur - Stjarnan
Kl. 19:30 Grótta - Fram
Kl. 21:00 Stjarnan - FH
Laugardagur 11. september
Kl. 09:30 Fram - Akureyri
Kl. 11:00 FH - Valur
Kl. 12:30 5. - 6. sæti.
Kl. 14:00 3. - 4. sæti.
Kl. 15:30 1. - 2. sæti.
Aðgangur á mótið kostar kr. 1.000- og gildir miðinn á alla leiki mótsins. 15 ára og yngri greiða 500 krónur.
