Lífið

Laddi í Áramótaskaupinu í 37. sinn

Fjölmennt skaup 250 statistar og leikarar koma fyrir í Áramótaskaupi Sjónvarpsins sem leikstýrt er af Gunnari Birni Guðmundssyni. Laddi leikur að sjálfsögðu í Skaupinu.
Fjölmennt skaup 250 statistar og leikarar koma fyrir í Áramótaskaupi Sjónvarpsins sem leikstýrt er af Gunnari Birni Guðmundssyni. Laddi leikur að sjálfsögðu í Skaupinu.

„Ég held að ég hafi í mesta lagi misst út þrjú eða fjögur Skaup frá 1970 þegar Flosi var með þetta,“ segir Þórhallur Sigurðsson, Laddi. Hann leikur auðvitað í Áramótaskaupinu í ár en þetta er væntan­lega 36. eða 37. Áramótaskaupið sem honum bregður fyrir í.

Laddi segist aldrei fá leiða á því að leika í Skaupinu, þetta sé alltaf jafn skemmtilegt. Laddi hefur yfirleitt ekki brugðið sér í gervi þjóðþekktra einstaklinga, lék til að mynda gjaldkera og píningarmeistara í sínu fyrsta Skaupi en í fyrra og í ár hefur hann leikið forseta Íslands, Ólaf Ragnar. Og gert það eins og honum er einum lagið.

Gunnar Björn Guðmundsson, leikstjóri Skaupsins, upplýsti að Skaupið í ár yrði eitt það fjölmennasta frá upphafi, 250 leikurum og statistum bregði fyrir að þessu sinni. Þetta er annað árið í röð sem Gunnar Björn leikstýrir Skaupinu og upptökur á því gengu vel. Í fyrra bar nokkuð á því að fyrirmenni þjóðarinnar gáfu sig á tal við Skaupsliða og vildu gefa góð ráð um hvað væri fyndið og hvað ekki en ekkert slíkt átti sér stað í ár.

„Það var hins vegar skondið hversu oft það gerðist að fyrirmyndirnar og eftirhermurnar hittust að þessu sinni,“ segir Gunnar. Kostnaður við Skaupið er svipaður og hann var í fyrra að sögn Sigrúnar Stefánsdóttur, dagskrárstjóra RÚV, eða kringum þrjátíu milljónir. Skaupið hefst klukkan 22.30.- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×