Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hækkaði um 1,73 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta var eina hækkun dagsins.
Á móti féll gengi bréfa Eik banka um 6,33 prósent, gengi Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, lækkaði um 1,91 prósent og Össurar um 0,3 prósent.
Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,25 prósent og endaði í 843,36 prósent.