Handbolti

Dagur útilokar ekki að stýra Austurríki á HM í Svíþjóð

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Dagur Sigurðsson.
Dagur Sigurðsson. Fréttablaðið/Diener
Dagur Sigurðsson útilokar ekki að þjálfa landslið Austurríkis á Heimsmeistaramótinu í Svíþjóð á næsta ári. Samningur hans við handboltasambandið er að renna út.

Dagur var í dag valinn þjálfari ársins í Austurríki en hann náði frábærum árangri með landsliðið á EM. Austurríki burstaði svo Holland 31-15 í fyrri umspilsleiknum um laust sæti á HM.

Liðið er því nánast komið þangað en eftir leikinn um næstu helgi rennur samningur hans út.

Dagur sagði við Vísi að eftir leikinn færi hann í viðræður við félagslið sitt Füsche Berlín um framhaldið.

"Það kitlar að fara með Austurríki á HM. En eins og staðan er núna stefnir í að ég hætti með liðið eftir næstu helgi," sagði Dagur sem segir að Füsche hafi gefið í skyn að það vilji að hann hætti með landsliðið.

"Það var samið um að ég tæki að mér þetta verkefni og maður verður að vera raunsær. Þeir eru ekki að standa í vegi fyrir mér með neitt en við förum í viðræður um framhaldið og sjáum svo til," sagði Dagur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×