Landráð fyrir draumastarfið Sif Sigmarsdóttir skrifar 28. september 2010 11:21 „Vilt þú starfa við að hlusta á annarra manna símtöl?" Þegar ég heyrði draumastarfið mitt auglýst í fréttatíma BBC ætlaði ég ekki að trúa eigin eyrum. Frá því heilinn í mér hóf að greina orðaskil hefur helsta áhugamál mitt verið að hlera samtöl sem ekki eru ætluð mér. Mér er sagt að sem barn hafi eyrun á mér tekið að blakta þegar gesti bar að garði. Ég sæki ekki kaffihús fyrir koffín-vímuna heldur samtalið á næsta borði. Starfið reyndist vera við þýðingar á símtölum sem breska leyniþjónustan hlerar. Ég hunsaði alla bakþanka tengda landráðum og hugsaði mér gott til glóðarinnar. Útrásarvíkingar, Icesave, öskuspúandi eldfjöll, vafasamar makrílveiðar. Við Íslendingar hlutum að hafa áunnið okkur athygli leyniþjónustunnar með einstökum hæfileika miðað við höfðatölu til að valda usla. Draumurinn um hið fullkomna starf var hins vegar ekki langlífur. Mín beið ekki staða við að liggja á línum grunlausra Íslendinga og þýða samtöl þeirra á ensku. Til að teljast hæf í starfið yrði ég að kunna pashto, tungumál sem talað er í Afganistan og Pakistan. Síðastliðinn áratug hafa stjórnvöld víða um heim keppst við að setja lög til verndar þegnum sínum gegn illþýði af ýmsu tagi. Í kjölfar hryðjuverkaárásanna í New York samþykkti bandaríska þingið svokallað "patriot act" sem m.a. veitti stjórnvöldum víðtækar heimildir til að njósna um íbúa landsins. Sama var upp á teningnum í breska þinginu þar sem lagabálkurinn fékk yfirskriftina "terrorism act". Undir lok dómsmálaráðherratíðar Rögnu Árnadóttur var sett á laggirnar nefnd sem undirbúa átti tillögur um forvirkar rannsóknaraðferðir sem fælu í sér víðar heimildir lögreglu til að fylgjast með einstaklingum, m.a. með hlerunum, án þess að fyrir lægi rökstuddur grunur um að lögbrot hefði verið framið eða væri í bígerð. Lög sem þessi þrengja ekki aðeins að almennum borgaralegum réttindum, heldur hefur reynslan sýnt að þau eru mjög gjarnan misnotuð. Bresku hryðjuverkalögin voru notuð þegar eignir Kaupþings voru frystar í kjölfar bankahrunsins. Símhleranir eru farnar að þykja svo sjálfsagðar í Bretlandi að bæjarstarfsmenn nota þær til að koma í veg fyrir að íbúarnir hendi rusli á almannafæri. Óskandi er að nýr dómsmálaráðherra komi í veg fyrir slíka skerðingu borgararéttinda. En ef hann gerir það ekki: Ögmundur, get ég fengið vinnu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Sif Sigmarsdóttir Skoðanir Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun
„Vilt þú starfa við að hlusta á annarra manna símtöl?" Þegar ég heyrði draumastarfið mitt auglýst í fréttatíma BBC ætlaði ég ekki að trúa eigin eyrum. Frá því heilinn í mér hóf að greina orðaskil hefur helsta áhugamál mitt verið að hlera samtöl sem ekki eru ætluð mér. Mér er sagt að sem barn hafi eyrun á mér tekið að blakta þegar gesti bar að garði. Ég sæki ekki kaffihús fyrir koffín-vímuna heldur samtalið á næsta borði. Starfið reyndist vera við þýðingar á símtölum sem breska leyniþjónustan hlerar. Ég hunsaði alla bakþanka tengda landráðum og hugsaði mér gott til glóðarinnar. Útrásarvíkingar, Icesave, öskuspúandi eldfjöll, vafasamar makrílveiðar. Við Íslendingar hlutum að hafa áunnið okkur athygli leyniþjónustunnar með einstökum hæfileika miðað við höfðatölu til að valda usla. Draumurinn um hið fullkomna starf var hins vegar ekki langlífur. Mín beið ekki staða við að liggja á línum grunlausra Íslendinga og þýða samtöl þeirra á ensku. Til að teljast hæf í starfið yrði ég að kunna pashto, tungumál sem talað er í Afganistan og Pakistan. Síðastliðinn áratug hafa stjórnvöld víða um heim keppst við að setja lög til verndar þegnum sínum gegn illþýði af ýmsu tagi. Í kjölfar hryðjuverkaárásanna í New York samþykkti bandaríska þingið svokallað "patriot act" sem m.a. veitti stjórnvöldum víðtækar heimildir til að njósna um íbúa landsins. Sama var upp á teningnum í breska þinginu þar sem lagabálkurinn fékk yfirskriftina "terrorism act". Undir lok dómsmálaráðherratíðar Rögnu Árnadóttur var sett á laggirnar nefnd sem undirbúa átti tillögur um forvirkar rannsóknaraðferðir sem fælu í sér víðar heimildir lögreglu til að fylgjast með einstaklingum, m.a. með hlerunum, án þess að fyrir lægi rökstuddur grunur um að lögbrot hefði verið framið eða væri í bígerð. Lög sem þessi þrengja ekki aðeins að almennum borgaralegum réttindum, heldur hefur reynslan sýnt að þau eru mjög gjarnan misnotuð. Bresku hryðjuverkalögin voru notuð þegar eignir Kaupþings voru frystar í kjölfar bankahrunsins. Símhleranir eru farnar að þykja svo sjálfsagðar í Bretlandi að bæjarstarfsmenn nota þær til að koma í veg fyrir að íbúarnir hendi rusli á almannafæri. Óskandi er að nýr dómsmálaráðherra komi í veg fyrir slíka skerðingu borgararéttinda. En ef hann gerir það ekki: Ögmundur, get ég fengið vinnu?
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun