Dikta fékk konunglegar móttökur í Berlínarborg 16. september 2010 06:30 sáttir Strákarnir í Diktu í Berlín hjá veggspjaldi þar sem tónleikarnir voru auglýstir. Sveitin fékk frábærar móttökur á tónleikunum. „Þetta gekk hreint ótrúlega vel. Maður vissi ekki alveg í hvorn fótinn maður átti að stíga þegar maður kom út,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu. Hljómsveitin hitaði upp fyrir bresku sveitina The Kooks í Berlín á dögunum fyrir framan um fimm þúsund manns. „Þetta var haldið í stórum garði með graslögðum brekkum. Þetta var ótrúlega flott og fagmennskan í kringum þessa tónleika var eitthvað sem við höfum aldrei kynnst áður, hvorki hérlendis né erlendis,“ segir Haukur. „Það var farið með okkur eins og kónga. Það var farið með okkur hingað og þangað, þarna voru tíu manns í eldhúsinu og flottur matseðill og síðan voru sviðsmenn úti um allt að hlaupa fyrir mann.“ Hann bætir við að tónleikarnir sjálfir hafi verið magnaðir og viðbrögð áhorfendanna rosaleg. „Lítill hluti af fólkinu hafði heyrt í tónlistinni okkar áður en samt var þvílíkt klappað og sungið. Við höfum sjaldan fengið jafngóð viðbrögð.“ Eftir tónleikana brugðu Diktu-menn sér út í garðinn og hlustuðu á The Kooks spila. Þar kom hópur áhorfenda óvænt hlaupandi á eftir þeim og heimtaði eiginhandaráritanir. Vissu þeir félagar ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Þýskur aðdáandi Diktu lét sömuleiðis í ljós ánægju sína með sveitina á Facebook-síðu hennar: „Ég er ánægður með að þið spiluðuð í Berlín í kvöld og kynntuð mig fyrir tónlistinni ykkar. Frábær lög, nýr aðdáandi!“ Að tónleikunum loknum hitti Dikta strákana í The Kooks og fór með þeim út á lífið. „Það var mjög skemmtilegt. Berlín er afskaplega skemmtileg borg,“ segir Haukur og vill ekkert gefa meira upp um næturævintýri þeirra. Fram undan hjá Diktu eru tónleikar í Kaupmannahöfn á föstudaginn sem eru haldnir í kynningarskyni fyrir Airwaves-hátíðina sem hefst í október. „Ég hlakka mjög mikið til. Það eru margir Íslendingar í Danmörku og þeir eru lengi búnir að grátbiðja okkur um að spila. Svo bauðst okkur þetta og við stukkum á tækifærið.“ Meira er að gerast hjá þessari vinsælustu hljómsveit Íslands því nýtt teiknað myndband við lagið Goodbye er í vinnslu. Það er gert af fyrirtækinu Miðstræti og er að sögn Hauks með þeim flottari sem hann hefur séð hér á landi. Myndbandið verður frumsýnt í kringum Airwaves-hátíðina þar sem Dikta mun að sjálfsögðu troða upp. Platan Get it Together verður síðan gefin út í Þýskalandi á snemma á næsta ári og þar geta hinir fjölmörgu nýju aðdáendur sveitarinnar hlustað á Thank You eins oft og þeir vilja, og auðvitað öll hin lögin líka. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
„Þetta gekk hreint ótrúlega vel. Maður vissi ekki alveg í hvorn fótinn maður átti að stíga þegar maður kom út,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu. Hljómsveitin hitaði upp fyrir bresku sveitina The Kooks í Berlín á dögunum fyrir framan um fimm þúsund manns. „Þetta var haldið í stórum garði með graslögðum brekkum. Þetta var ótrúlega flott og fagmennskan í kringum þessa tónleika var eitthvað sem við höfum aldrei kynnst áður, hvorki hérlendis né erlendis,“ segir Haukur. „Það var farið með okkur eins og kónga. Það var farið með okkur hingað og þangað, þarna voru tíu manns í eldhúsinu og flottur matseðill og síðan voru sviðsmenn úti um allt að hlaupa fyrir mann.“ Hann bætir við að tónleikarnir sjálfir hafi verið magnaðir og viðbrögð áhorfendanna rosaleg. „Lítill hluti af fólkinu hafði heyrt í tónlistinni okkar áður en samt var þvílíkt klappað og sungið. Við höfum sjaldan fengið jafngóð viðbrögð.“ Eftir tónleikana brugðu Diktu-menn sér út í garðinn og hlustuðu á The Kooks spila. Þar kom hópur áhorfenda óvænt hlaupandi á eftir þeim og heimtaði eiginhandaráritanir. Vissu þeir félagar ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Þýskur aðdáandi Diktu lét sömuleiðis í ljós ánægju sína með sveitina á Facebook-síðu hennar: „Ég er ánægður með að þið spiluðuð í Berlín í kvöld og kynntuð mig fyrir tónlistinni ykkar. Frábær lög, nýr aðdáandi!“ Að tónleikunum loknum hitti Dikta strákana í The Kooks og fór með þeim út á lífið. „Það var mjög skemmtilegt. Berlín er afskaplega skemmtileg borg,“ segir Haukur og vill ekkert gefa meira upp um næturævintýri þeirra. Fram undan hjá Diktu eru tónleikar í Kaupmannahöfn á föstudaginn sem eru haldnir í kynningarskyni fyrir Airwaves-hátíðina sem hefst í október. „Ég hlakka mjög mikið til. Það eru margir Íslendingar í Danmörku og þeir eru lengi búnir að grátbiðja okkur um að spila. Svo bauðst okkur þetta og við stukkum á tækifærið.“ Meira er að gerast hjá þessari vinsælustu hljómsveit Íslands því nýtt teiknað myndband við lagið Goodbye er í vinnslu. Það er gert af fyrirtækinu Miðstræti og er að sögn Hauks með þeim flottari sem hann hefur séð hér á landi. Myndbandið verður frumsýnt í kringum Airwaves-hátíðina þar sem Dikta mun að sjálfsögðu troða upp. Platan Get it Together verður síðan gefin út í Þýskalandi á snemma á næsta ári og þar geta hinir fjölmörgu nýju aðdáendur sveitarinnar hlustað á Thank You eins oft og þeir vilja, og auðvitað öll hin lögin líka. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira