Handbolti

Flenging á norska vísu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Karen Knútsdóttir og félagar komust lítt áleiðis gegn norsku vörninni í dag. Mynd/Valli
Karen Knútsdóttir og félagar komust lítt áleiðis gegn norsku vörninni í dag. Mynd/Valli

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik var kjöldregið af frábæru norsku liði er þau mættust í dag. Lokatölur 35-14 fyrir Noreg en staðan í leikhléi var 19-7.

Íslenska liðið sá aldrei til sólar í leiknum. Norðmenn spiluðu frábæra vörn og keyrðu frábær hraðaupphlaup í andlitið á íslenska liðinu. Norðmenn skoruðu úr um 20 hraðaupphlaupum í leiknum.

Hrafnhildur Skúladóttir var atkvæðamest í liði Íslands með 4 mörk. Arna Pálsdóttir, Rakel Dögg Bragadóttir, Sólveig Lára Kjærnested og Harpa Sif Eyjólfsdóttir skoruðu allar tvö mörk en aðrar minna.

Berglind Íris Hansdóttir varði sjö skot, þar af eitt víti, í íslenska markinu og Íris Björk Símonardóttir varði fjögur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×