Lífið

Prinsessukjólar og álfaæla

Listamaðurinn Morri opnar ásamt Arnljóti sýningu í Gallerý Crymo í kvöld.
Listamaðurinn Morri opnar ásamt Arnljóti sýningu í Gallerý Crymo í kvöld.

Listamennirnir Morri og Arnljótur opna sýninguna Parallel Universities í Gallerý Crymo, Laugavegi 41a í kvöld kl. 20. Þeir félagar hafa unnið saman að undanförnu eins og dúó og farið í hjólför hvor annars í verkum sem eru flest byggð á fundnu efni margs konar.

Á sýningunni í Crymo verða sýnd verk eftir hvorn um sig, en flest eru verkin samvinnuverk og öll til sölu. Arnljótur segir þá byrja með þá vissu að horfið sé frá öllum boðum og bönnum og gjarnan byrjað á bulli sem þróist svo yfir í annað. Verkin kalla þeir öllum nöfnum: Álfaæla, Prinsessukjólar í druslum, svo dæmi séu nefnd. Á sýningu sem þeir áttu hlut að í Hafnarhúsinu gáfu þeir gestum kost á að krassa í myndverk sín og notuðu þeirra hlut til frekari úrvinnslu.

Samstarfið hefur staðið í nokkurn tíma en þeir hafa haldið fjöldamargar sýningar, bæði saman og í sundur: Rætur þeirra liggja til furðulegra staða. Þar á meðal til ímyndaða heimsins.Í fréttatilkynningu staðhæfa þeir félagar að Arnljótur sé litblindur og Frikki sé skrýtinn og því er greinilegt að þetta verður mjög áhugaverð sýning. Frítt er á sýningar í Crymo og allir velkomnir.- pbb








Fleiri fréttir

Sjá meira


×