Undanúrslitin í N1-deild kvenna halda áfram í dag er leikir númer tvö í einvígjunum fara fram á sama tíma. Þar sem aðeins þarf að vinna tvo leiki í einvígunum gæti legið fyrir í dag hvaða lið mætast í úrslitarimmunni.
Fram sækir Íslandsmeistara Stjörnunnar heim í Mýrina. Fram vann fyrsta leikinn nokkuð örugglega og er líklegt til afreka. Stjarnan hefur staðið í vegi fyrir Frömurum á síðustu árum en því ætla Framstúlkur að breyta í dag.
Valur fer síðan á Ásvelli þar sem Haukar bíða. Valur vann einnig frekar öruggan sigur í fyrsta leiknum og Haukastúlkur þurfa því að sýna mikið betri leik í dag til þess að knýja fram oddaleik.
Leikir dagsins hefjast klukkan 16.00.