Hagkerfi í ESB að ná sér Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. september 2010 11:38 Hagkerfið í Evrópu er óðum að ná sér. Mynd/ afp. Nýjar hagtölur af Evrusvæðinu og aðildarríkjum Evrópusambandsins eru til vitnis um að horfurnar eru góðar í Evrópu og að hagkerfi ESB eru nú mörg hver óðum að ná sér eftir fjármálakreppuna, segir Greining Íslandsbanka í nýju Morgunkorni. Þar kemur fram að samkvæmt Eurostat var hagvöxtur á evrusvæðinu og í öllum 27 aðildarríkjum ESB 1% á milli fyrsta og annars ársfjórðungs í ár og er það í samræmi við bráðabirgðatölur sem voru birtar fyrir tæpum mánuði síðan. Þetta er mesti vöxtur sem sést hefur á milli fjórðunga í 3 ár og mun meiri vöxtur en í hinum stóru hagkerfunum fyrir sama tímabil. Þannig var 0,4% hagvöxtur á milli fyrsta og annars fjórðungs þessa árs í Bandaríkjunum og 0,1% hagvöxtur fyrir sama tímabil í Japan. Hagvöxtur á milli annars fjórðungs þessa árs og sama fjórðungs árið 2009 mældist 1,9% fyrir bæði Evrusvæðið og öll aðildarríki ESB. Þetta er meiri vöxtur en hafði verið gert ráð fyrir í bráðabirgðatölum Eurostat. Þá voru tölur um hagvöxt á fyrsta fjórðungi ársins frá fyrri fjórðungi uppfærðar til betri vegar og mælist hann nú 0,3% og 0,8% sé miðað við annan ársfjórðung fyrra árs. Greining Íslandsbanka segir að hagvöxt á evrusvæðinu megi meðal annars rekja til viðsnúnings í Þýskalandi, en landsframleiðsla í Þýskalandi jókst um 2,2% á öðrum ársfjórðungi frá fyrri fjórðungi og hefur ekki aukist jafn mikið í áratugi. Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Nýjar hagtölur af Evrusvæðinu og aðildarríkjum Evrópusambandsins eru til vitnis um að horfurnar eru góðar í Evrópu og að hagkerfi ESB eru nú mörg hver óðum að ná sér eftir fjármálakreppuna, segir Greining Íslandsbanka í nýju Morgunkorni. Þar kemur fram að samkvæmt Eurostat var hagvöxtur á evrusvæðinu og í öllum 27 aðildarríkjum ESB 1% á milli fyrsta og annars ársfjórðungs í ár og er það í samræmi við bráðabirgðatölur sem voru birtar fyrir tæpum mánuði síðan. Þetta er mesti vöxtur sem sést hefur á milli fjórðunga í 3 ár og mun meiri vöxtur en í hinum stóru hagkerfunum fyrir sama tímabil. Þannig var 0,4% hagvöxtur á milli fyrsta og annars fjórðungs þessa árs í Bandaríkjunum og 0,1% hagvöxtur fyrir sama tímabil í Japan. Hagvöxtur á milli annars fjórðungs þessa árs og sama fjórðungs árið 2009 mældist 1,9% fyrir bæði Evrusvæðið og öll aðildarríki ESB. Þetta er meiri vöxtur en hafði verið gert ráð fyrir í bráðabirgðatölum Eurostat. Þá voru tölur um hagvöxt á fyrsta fjórðungi ársins frá fyrri fjórðungi uppfærðar til betri vegar og mælist hann nú 0,3% og 0,8% sé miðað við annan ársfjórðung fyrra árs. Greining Íslandsbanka segir að hagvöxt á evrusvæðinu megi meðal annars rekja til viðsnúnings í Þýskalandi, en landsframleiðsla í Þýskalandi jókst um 2,2% á öðrum ársfjórðungi frá fyrri fjórðungi og hefur ekki aukist jafn mikið í áratugi.
Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira