Guð vors lands Sr. Sigurður Árni Þórðarson skrifar 21. september 2010 06:00 Er þjóðsöngur Íslendinga úreltur? Ýmsir félagsfræðingar, t.d. Robert Bellah, hafa sýnt að þjóðsöngvar gegna ekki aðeins almennu stemnings- og samstöðuhlutverki, heldur líka trúarlegu hlutverki. Gildir einu hvort sem texti þeirra vísar til Guðs, trúarstefs eða ekki. Þetta hlutverk varðar helgun og fullgildingu þjóðar. Flestir, sem ekki eru algerlega trúarlega laglausir eða ljóðrænt flatir, geta skynjað eða tengst einhverju í texta „Ó, Guð vors lands". Skáldpresturinn Matthías Jochumsson orti svo vítt og breitt að múslimar, hindúar, kristnir og efahyggjumenn geta samsinnt boðskap þjóðsöngsins einmitt vegna breiddar og kredduleysis hans. Vegna þessa er hann vel fallinn til að þjóna táknhlutverki þjóðsöngs, ekki síst á tímum trúarlegs fjölbreytileika. Lagið hæfir og þolir fangbreidd textans, sem flengist slysalaust frá kyrru hins titrandi társ til skartsækinna sólkerfa, sem raða sér í krans! Í fátæku samfélagi varð söngur, lag og hátíð til að lyfta draumum, vonum og tilfinningum. Íslendingar gátu þrátt fyrir allt spunnið úr sögu, náttúru og möguleikum eitthvað rismikið, öflugt og seiðandi. Öndvert öllu oflæti fyrr og síðar er í þjóðsöngnum líka minnt á forgengileika og skammæi lífsins. Þar er tjáð viska um líf, gildi, fegurð og samtengingu alls sem er. Þar er margt til að meta og læra. Í skyndiyfirheyrslum fjölmiðla er fólk stundum spurt hvort það kunni þjóðsönginn. Flestir kunna fyrsta erindið, en fæstir tvö þau seinni. Raunar er fyrsta erindið rismest, flýgur hæst og dýpst. En síðari erindin dýpka stef og vinna úr hugmyndum. Þar er jafnvel að finna sorgarvinnu sem heppnast (lestu öll erindin og íhugaðu hve veröldin lýsist og stefnan til gæðalífs styrkist). Þjóðsöngurinn hentar illa til rútusöngs og drykkjubreims. Það er kannski ekki löstur heldur beinlínis kostur! Hinar glaðværu stundir kappleikja þarfnast ekki þjóðsöngs, heldur fremur einfalds texta og grípandi lags, n.k. barnasöngva. Þjóðsöngvar eru almennt leiknir við upphaf millilandakeppna og alþjóðamóta. Á þeim stundum raula eða muldra leikmenn með, en engar kröfur eru gerðar til þeirra að syngja þá hástöfum og í heyrandi hljóði. Texti „Ó Guð vors lands" á slíkum stundum er ljómandi og getur enda hvatt menn til dáða. Hver kynslóð velur sér hvatningartexta og syngur þá. Tíska breytist og hver tíð á sér söngva og lög, sem henta breytilegum smekk. En þjóðsöngurinn er klassík, bæði lag og texti. Og einkenni á klassík er að hið klassíska þolir og lifir af nag tímans. Þjóðsöngurinn er fullgildur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Skoðanir Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Er þjóðsöngur Íslendinga úreltur? Ýmsir félagsfræðingar, t.d. Robert Bellah, hafa sýnt að þjóðsöngvar gegna ekki aðeins almennu stemnings- og samstöðuhlutverki, heldur líka trúarlegu hlutverki. Gildir einu hvort sem texti þeirra vísar til Guðs, trúarstefs eða ekki. Þetta hlutverk varðar helgun og fullgildingu þjóðar. Flestir, sem ekki eru algerlega trúarlega laglausir eða ljóðrænt flatir, geta skynjað eða tengst einhverju í texta „Ó, Guð vors lands". Skáldpresturinn Matthías Jochumsson orti svo vítt og breitt að múslimar, hindúar, kristnir og efahyggjumenn geta samsinnt boðskap þjóðsöngsins einmitt vegna breiddar og kredduleysis hans. Vegna þessa er hann vel fallinn til að þjóna táknhlutverki þjóðsöngs, ekki síst á tímum trúarlegs fjölbreytileika. Lagið hæfir og þolir fangbreidd textans, sem flengist slysalaust frá kyrru hins titrandi társ til skartsækinna sólkerfa, sem raða sér í krans! Í fátæku samfélagi varð söngur, lag og hátíð til að lyfta draumum, vonum og tilfinningum. Íslendingar gátu þrátt fyrir allt spunnið úr sögu, náttúru og möguleikum eitthvað rismikið, öflugt og seiðandi. Öndvert öllu oflæti fyrr og síðar er í þjóðsöngnum líka minnt á forgengileika og skammæi lífsins. Þar er tjáð viska um líf, gildi, fegurð og samtengingu alls sem er. Þar er margt til að meta og læra. Í skyndiyfirheyrslum fjölmiðla er fólk stundum spurt hvort það kunni þjóðsönginn. Flestir kunna fyrsta erindið, en fæstir tvö þau seinni. Raunar er fyrsta erindið rismest, flýgur hæst og dýpst. En síðari erindin dýpka stef og vinna úr hugmyndum. Þar er jafnvel að finna sorgarvinnu sem heppnast (lestu öll erindin og íhugaðu hve veröldin lýsist og stefnan til gæðalífs styrkist). Þjóðsöngurinn hentar illa til rútusöngs og drykkjubreims. Það er kannski ekki löstur heldur beinlínis kostur! Hinar glaðværu stundir kappleikja þarfnast ekki þjóðsöngs, heldur fremur einfalds texta og grípandi lags, n.k. barnasöngva. Þjóðsöngvar eru almennt leiknir við upphaf millilandakeppna og alþjóðamóta. Á þeim stundum raula eða muldra leikmenn með, en engar kröfur eru gerðar til þeirra að syngja þá hástöfum og í heyrandi hljóði. Texti „Ó Guð vors lands" á slíkum stundum er ljómandi og getur enda hvatt menn til dáða. Hver kynslóð velur sér hvatningartexta og syngur þá. Tíska breytist og hver tíð á sér söngva og lög, sem henta breytilegum smekk. En þjóðsöngurinn er klassík, bæði lag og texti. Og einkenni á klassík er að hið klassíska þolir og lifir af nag tímans. Þjóðsöngurinn er fullgildur.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun