José Mourinho stýrði sinni fyrstu æfingu hjá Real Madrid í dag. Það var ekkert elsku mamma á fyrstu æfingu Portúgalans. Hann byrjaði æfinguna 20 mínútum fyrr en áætlað var og lét leikmenn svitna í klukkutíma og 40 mínútur.
Á æfinguna voru mættir átta leikmenn unglingaliðsins og tíu leikmenn aðalliðsins sem fóru ekki á HM.
Mourinho var með púlsmæla á öllum leikmönnum og lét þá taka virkilega vel á því.
Hann var svo með aðra æfingu seinni partinn og verður æft grimmt á næstunni.