Vaxtaóvissa dregur kreppuna á langinn jonab@frettabladid.is skrifar 3. júlí 2010 04:00 Taki samningsvextir við af gengistryggingu getur það haft alvarlegar afleiðingar, að sögn Franeks Rozwadowskis, sendifulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Fréttablaðið/Arnþór Verði niðurstaða Hæstaréttar sú að miða við samningsvexti á öllum gengistryggðum lánum getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslífið, tafið fyrir afnámi gjaldeyrishafta, jafnvel verði að hækka skatta. „Því lægri sem vextirnir verða þeim mun meira verður áfallið á bankana og ríkissjóð,“ segir Franek Rozwadowski, sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hér á landi, í samtali við Fréttablaðið. Hann segir tilmælin sem Seðlabankinn og Fjármáleftirlitið lögðu fram í vikunni jákvæð eftir þá óvissu sem skapaðist í kjölfar dóms Hæstaréttar fyrir hálfum mánuði. Hann segir mikilvægt að eyða óvissunni sem fyrst. Franek segir áhyggjuefni að á meðan óvíst sé við hvað eigi að miða í stað gengistryggingar sé útlit fyrir að endurskipulagning skulda heimila og fyrirtækja landsins tefjist meir en orðið er. Það sama eigi við um afnám gjaldeyrishafta. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði á vaxtaákvörðunarfundi Seðlabankans í síðustu viku fyrstu skref í afnámi haftanna geta hafist í haust, eigi síðar en í október. Franek vill ekki dagsetja afnám hafta, en segir: „Þetta er skólabókardæmi. Gjaldeyrishöftum er ekki aflétt þegar óvissa ríkir í efnahagsmálum.“ Franek leggur áherslu á að Hæstiréttur skeri eins fljótt og auðið sé úr um hvað taki við af gengistryggðum lánum og hvernig þau beri að skilgreina. Verði niðurstaðan sú að samningsvextir standi og að skilgreining á ólögmæti gengistryggðra lána nái til bíla-, íbúða- og neyslulána auk fyrirtækjaskulda muni það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslífið. „Bankarnir geta tekið eitthvað á sig. En þeir munu aldrei ráða við þetta allt,“ segir Franek og bætir við að þótt kröfuhafar muni leggja eitthvað af mörkum til að bæta hag bankanna muni megnið af nýju hlutafé koma frá ríkissjóði. Það verði kostnaðarsamt, ekki síst þegar við bætist að ríkissjóður ábyrgist nú þegar allar innistæður í bankakerfinu. „Þetta gæti leitt til hærri skatta og sársaukafullra aðgerða til að grynnka á skuldum hins opinbera. Við það mun hægja á efnahagsbatanum,“ segir Franek Rozwadowski. Innlent Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Verði niðurstaða Hæstaréttar sú að miða við samningsvexti á öllum gengistryggðum lánum getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslífið, tafið fyrir afnámi gjaldeyrishafta, jafnvel verði að hækka skatta. „Því lægri sem vextirnir verða þeim mun meira verður áfallið á bankana og ríkissjóð,“ segir Franek Rozwadowski, sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hér á landi, í samtali við Fréttablaðið. Hann segir tilmælin sem Seðlabankinn og Fjármáleftirlitið lögðu fram í vikunni jákvæð eftir þá óvissu sem skapaðist í kjölfar dóms Hæstaréttar fyrir hálfum mánuði. Hann segir mikilvægt að eyða óvissunni sem fyrst. Franek segir áhyggjuefni að á meðan óvíst sé við hvað eigi að miða í stað gengistryggingar sé útlit fyrir að endurskipulagning skulda heimila og fyrirtækja landsins tefjist meir en orðið er. Það sama eigi við um afnám gjaldeyrishafta. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði á vaxtaákvörðunarfundi Seðlabankans í síðustu viku fyrstu skref í afnámi haftanna geta hafist í haust, eigi síðar en í október. Franek vill ekki dagsetja afnám hafta, en segir: „Þetta er skólabókardæmi. Gjaldeyrishöftum er ekki aflétt þegar óvissa ríkir í efnahagsmálum.“ Franek leggur áherslu á að Hæstiréttur skeri eins fljótt og auðið sé úr um hvað taki við af gengistryggðum lánum og hvernig þau beri að skilgreina. Verði niðurstaðan sú að samningsvextir standi og að skilgreining á ólögmæti gengistryggðra lána nái til bíla-, íbúða- og neyslulána auk fyrirtækjaskulda muni það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslífið. „Bankarnir geta tekið eitthvað á sig. En þeir munu aldrei ráða við þetta allt,“ segir Franek og bætir við að þótt kröfuhafar muni leggja eitthvað af mörkum til að bæta hag bankanna muni megnið af nýju hlutafé koma frá ríkissjóði. Það verði kostnaðarsamt, ekki síst þegar við bætist að ríkissjóður ábyrgist nú þegar allar innistæður í bankakerfinu. „Þetta gæti leitt til hærri skatta og sársaukafullra aðgerða til að grynnka á skuldum hins opinbera. Við það mun hægja á efnahagsbatanum,“ segir Franek Rozwadowski.
Innlent Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira