Sannleikurinn er sagna bestur Charlotte Böving skrifar 19. ágúst 2010 06:00 Ég er leikhúsmaður (-kona) og vinna mín krefst þess að ég geti sagt sögur. Ekki bara sannar sögur, heldur líka sögur á mörkum sannleikans. Það hefur mér alltaf þótt erfitt. Sem barn var ég feimin og mér datt ekki í hug að segja ósatt. Ég var alveg nógu taugatrekkt samt. Tilhugsunin ein gerði mig óttaslegna og mér fannst ég með slíku myndi grafa mína eigin gröf. Þegar ég var tíu ára tók ég meðvitaða ákvörðun um að hætta þessari feimni og vandi mig á að horfa beint í augun á fólki sem ég talaði við. Um svipað leyti fór ég að rannsaka heim lyginnar. Á þeim tíma sagði ég mína fyrstu lygasögu. Ég var í sumarbústað með vinkonu. Hún var einbirni og mér þótti hún fá allt sem maður mögulega gat óskað sér. Meðal annars var mamma hennar heimavinnandi og hafði alltaf tíma til að baka. Í þetta skiptið hafði hún bakað græna bananaköku. Ég átti ekki til orð. Ég kannaðist við venjulegar brúnar bananakökur, en græn var eitthvað alveg nýtt og stórmerkilegt. „Hefurðu smakkað græna bananaköku?" spurði vinkona mín „Já" svaraði ég. „Nú? Hvenær?" spurði hún forvitin. „Ekki fyrir svo löngu, heima hjá umsjónarkennaranum." Þetta vakti aðdáun hennar. Við vorum öll svo hrifin af umsjónarkennaranum, sem var ung, falleg og góð. Að vera boðið heim til hennar hlaut að vera einstakt. „Ég sat í eldhúsinu hjá henni og borðaði græna bananaköku með börnunum hennar tveimur … Rosa góð kaka!" „Á hún börn?" spurði vinkonan. „Já, hún á strák og stelpu," svaraði ég brött, „það var svaka kósí." „Mamma," kallaði vinkona mín og hljóp til mömmu sinnar, sem sat í stofunni með vinkonu sinni, drakk kaffi úr fínum postulínsbolla og borðaði græna bananaköku. „Á Pia, umjónarkennarinn okkar, börn?" „Nei. Af hverju?" „Lotte segir að hún hafi borðað græna bananaköku heima hjá Piu og börnunum hennar tveimur." Þær horfðu allar á mig. En nýfundni hæfileiki minn að horfa beint í augun á fólki var horfinn. Það var þá sem ég ákvað að sleppa lygum. Sannleikurinn getur aldrei verið verri en það þegar upp kemst um lygina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Charlotte Böving Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun
Ég er leikhúsmaður (-kona) og vinna mín krefst þess að ég geti sagt sögur. Ekki bara sannar sögur, heldur líka sögur á mörkum sannleikans. Það hefur mér alltaf þótt erfitt. Sem barn var ég feimin og mér datt ekki í hug að segja ósatt. Ég var alveg nógu taugatrekkt samt. Tilhugsunin ein gerði mig óttaslegna og mér fannst ég með slíku myndi grafa mína eigin gröf. Þegar ég var tíu ára tók ég meðvitaða ákvörðun um að hætta þessari feimni og vandi mig á að horfa beint í augun á fólki sem ég talaði við. Um svipað leyti fór ég að rannsaka heim lyginnar. Á þeim tíma sagði ég mína fyrstu lygasögu. Ég var í sumarbústað með vinkonu. Hún var einbirni og mér þótti hún fá allt sem maður mögulega gat óskað sér. Meðal annars var mamma hennar heimavinnandi og hafði alltaf tíma til að baka. Í þetta skiptið hafði hún bakað græna bananaköku. Ég átti ekki til orð. Ég kannaðist við venjulegar brúnar bananakökur, en græn var eitthvað alveg nýtt og stórmerkilegt. „Hefurðu smakkað græna bananaköku?" spurði vinkona mín „Já" svaraði ég. „Nú? Hvenær?" spurði hún forvitin. „Ekki fyrir svo löngu, heima hjá umsjónarkennaranum." Þetta vakti aðdáun hennar. Við vorum öll svo hrifin af umsjónarkennaranum, sem var ung, falleg og góð. Að vera boðið heim til hennar hlaut að vera einstakt. „Ég sat í eldhúsinu hjá henni og borðaði græna bananaköku með börnunum hennar tveimur … Rosa góð kaka!" „Á hún börn?" spurði vinkonan. „Já, hún á strák og stelpu," svaraði ég brött, „það var svaka kósí." „Mamma," kallaði vinkona mín og hljóp til mömmu sinnar, sem sat í stofunni með vinkonu sinni, drakk kaffi úr fínum postulínsbolla og borðaði græna bananaköku. „Á Pia, umjónarkennarinn okkar, börn?" „Nei. Af hverju?" „Lotte segir að hún hafi borðað græna bananaköku heima hjá Piu og börnunum hennar tveimur." Þær horfðu allar á mig. En nýfundni hæfileiki minn að horfa beint í augun á fólki var horfinn. Það var þá sem ég ákvað að sleppa lygum. Sannleikurinn getur aldrei verið verri en það þegar upp kemst um lygina.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun