Handbolti

Jesper afþakkaði gullverðlaunapeninginn hans Boldsen

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jesper "Kasi" Nielsen.
Jesper "Kasi" Nielsen. Mynd/Heimasíða AG
Jesper "Kasi" Nielsen er maðurinn á bak við velgengni danska handboltaliðsins AG Kaupmannahöfn en hann var þó ekki tilbúinn að taka við gullverðlaunapeningi eftir að liðið vann sinn fyrsta titil í gær.

Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason skoruðu báðir þrjú mörk þegar AG varð danskur bikarmeistari og eftir leikinn bauðst Joachim Boldsen til þess að gefa Jesper verðlaunapeninginn sinn.

Nielsen afþakkaði boðið þar sem að hann vildi að Joachim Boldsen fengi að halda sinni gullmedalíu. Nielsen fékk hinsvegar að taka með sér bikarinn.

„Þetta er bara byrjunin," sagði Jesper Nielsen eftir leikinn en hann ætlar að mæta með bikarinn og sýna hann á leik Rhein-Neckar Löwen og Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld en Nielsen á einnig lið Rhein-Neckar Löwen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×