Þarf að velja á millli fótboltaliðsins og bankans 6. mars 2010 09:26 Stjörnuhagfræðingurinn Jim O´Neill stendur nú frammi fyrir valinu á milli uppáhalds fótboltaliðs síns og bankans sem hann vinnur fyrir. O´Neill er þekktur fyrir nákvæmar spár sínar á sveiflum á gjaldeyrismörkuðum og hann er talinn áhrifamesti hagfræðingur heimsins í einkageiranum.Fótboltaliðið sem hér um ræðir er Manchester United og bankinn er Goldman Sachs. O´Neill hefur verið einlægur aðdáandi liðsins allt sitt líf og hann er í forystu fyrir hópnum Rauðu riddararnir sem nú reyna að rífa liðið úr höndum Glazer-fjölskyldunnar bandarísku.Skilaboð Goldman Sachs til þessarar stjörnu sinnar eru skýr: Þú þarft að velja á milli vinnu þinnar og ástarinnar á fótboltaliðinu Manchester United, að því er segir í ítarlegri umfjöllun á börsen.dk um Jim O´Neill.O´Neill er ekki auðmaður eins og hinir Rauðu riddararnir fjórir en á móti kemur að hann nýtur nær takmarkalausrar virðingar í fjármálaheimi London-borgar. Það umfram annað hefur leitt til þess að Rauðu riddararnir segja að þeir geti nú lagt fram tilboð upp á 1,5 milljarð punda í Manchester United. Tilboð sem Glazer-fjölskyldan á erfitt með að hafna.Jim O´Neill ólst upp sem sonur fátæks póstmanns í suðurhluta Manchester borgar. Sem unglingur hafnaði hann skólastyrk frá virtum einkaskóla þar sem skólinn tók fótbolta ekki alvarlega. O´Neill tekur fótbolta hinsvegar mjög alvarlega, svo mjög að hann er tilbúinn að fórna starfi sínu fyrir lið sitt.Það var Goldman Sachs sem aðstoðaði Glazer-fjölskylduna við að afla 500 milljón punda til að kaupa Manchester United á sínum tíma. Sama dag sagði O´Neill án þess að blikna eða blána í samtali við Bloomberg fréttaveituna að kaupin á liðinu væru slæm viðskipti. Liðið væri of skuldsett. Hann myndi ekki kaupa neitt af þeim skuldabréfum sem voru í boði. „Ég set ævilangan stuðning minn við Manchester United framar öllu öðru," sagði hann.Þetta leiddi til þess að Glazer-fjölskyldan kom kvörtunum á framfæri við Lloyd Bankfein forstjóra Goldman Sachs sem reiddist yfirlýsingum hagfræðings síns og skammaði hann fyrir þær.Það kemur í ljós á næstu dögum hvort Glazer-fjölskyldan stenst tilboð Rauðu riddarana eða ekki. Kannski nær O´Neill að uppfylla drauma sína og kaupa Manchester United. Fari svo eru vandamál hans hjá Goldmans Sachs úr sögunni. Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Stjörnuhagfræðingurinn Jim O´Neill stendur nú frammi fyrir valinu á milli uppáhalds fótboltaliðs síns og bankans sem hann vinnur fyrir. O´Neill er þekktur fyrir nákvæmar spár sínar á sveiflum á gjaldeyrismörkuðum og hann er talinn áhrifamesti hagfræðingur heimsins í einkageiranum.Fótboltaliðið sem hér um ræðir er Manchester United og bankinn er Goldman Sachs. O´Neill hefur verið einlægur aðdáandi liðsins allt sitt líf og hann er í forystu fyrir hópnum Rauðu riddararnir sem nú reyna að rífa liðið úr höndum Glazer-fjölskyldunnar bandarísku.Skilaboð Goldman Sachs til þessarar stjörnu sinnar eru skýr: Þú þarft að velja á milli vinnu þinnar og ástarinnar á fótboltaliðinu Manchester United, að því er segir í ítarlegri umfjöllun á börsen.dk um Jim O´Neill.O´Neill er ekki auðmaður eins og hinir Rauðu riddararnir fjórir en á móti kemur að hann nýtur nær takmarkalausrar virðingar í fjármálaheimi London-borgar. Það umfram annað hefur leitt til þess að Rauðu riddararnir segja að þeir geti nú lagt fram tilboð upp á 1,5 milljarð punda í Manchester United. Tilboð sem Glazer-fjölskyldan á erfitt með að hafna.Jim O´Neill ólst upp sem sonur fátæks póstmanns í suðurhluta Manchester borgar. Sem unglingur hafnaði hann skólastyrk frá virtum einkaskóla þar sem skólinn tók fótbolta ekki alvarlega. O´Neill tekur fótbolta hinsvegar mjög alvarlega, svo mjög að hann er tilbúinn að fórna starfi sínu fyrir lið sitt.Það var Goldman Sachs sem aðstoðaði Glazer-fjölskylduna við að afla 500 milljón punda til að kaupa Manchester United á sínum tíma. Sama dag sagði O´Neill án þess að blikna eða blána í samtali við Bloomberg fréttaveituna að kaupin á liðinu væru slæm viðskipti. Liðið væri of skuldsett. Hann myndi ekki kaupa neitt af þeim skuldabréfum sem voru í boði. „Ég set ævilangan stuðning minn við Manchester United framar öllu öðru," sagði hann.Þetta leiddi til þess að Glazer-fjölskyldan kom kvörtunum á framfæri við Lloyd Bankfein forstjóra Goldman Sachs sem reiddist yfirlýsingum hagfræðings síns og skammaði hann fyrir þær.Það kemur í ljós á næstu dögum hvort Glazer-fjölskyldan stenst tilboð Rauðu riddarana eða ekki. Kannski nær O´Neill að uppfylla drauma sína og kaupa Manchester United. Fari svo eru vandamál hans hjá Goldmans Sachs úr sögunni.
Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira