Íslenska U-17 landslið stúlkna verður í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í milliriðla í undankeppni EM 2011.
Íslenska liðið náði frábærum árangri í riðlakeppninni þar sem stúlkurnar unnu alla sína þrjá leiki með miklum mun.
Liðið vann lið Ítalíu, Litháen og Búlgaríu og skoraði í þeim leikjum samtals 29 mörk en fékk aðeins eitt á sig.
Sá árangur fleytti liðinu í efsta styrkleikaflokk fyrir milliriðlakeppnina en dregið verður þann 16. nóvember næstkomandi.
Ísland er í efsta styrkleikaflokki ásamt Þýskalandi, Spáni og Sviss. Þjóðverjar þurftu ekki að taka þátt í undanriðlinum en Spánverjar eru ríkjandi meistarar í þessum aldursflokki.
Sextán lið keppa í fjórum milliriðlum. Efsta liðið í hverjum milliriðli kemst í lokakeppnina sem fer fram í Nyon í Sviss á næsta ári.
Þar sem aðeins fjögur lið komast í lokakeppnina fara liðin beint í undanúrslit og sigurvegarar þeirra leikja í sjálfan úrslitaleikinn.
Styrkleikaflokkarnir:
1. flokkur: Þýskaland, Ísland, Spánn, Sviss.
2. flokkur: Tékkland, Danmörk, Svíþjóð, Skotland.
3. flokkur: Belgía, Finnland, England, Wales.
4. flokkur: Rússland, Pólland, Frakkland, Ítalía.
Þá verður einnig dregið í undanriðla fyrir EM 2012 í þessum aldursflokki á sama tíma. Þar er Ísland í öðrum styrkleikaflokki af þremur.
Íslensku U-17 stelpurnar í efsta styrkleikaflokki
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar
Íslenski boltinn



Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn




Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti

„Þær eru stærri en við erum drullusterkar“
Körfubolti