Nýjar valdablokkir munu rísa 29. desember 2010 15:00 Áhrifamiklar valdablokkir hafa verið ráðandi hér með einum eða öðrum hætti um nokkurra áratuga skeið. Segja má að Kolkrabbinn og Smokkfiskurinn, birtingarmyndir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, hafi ráðið lögum og lofum jafnt í stjórnmálum sem viðskiptalífi í einni eða annarri mynd allt frá því sjálfstæði frá Dönum árið 1944 var enn volgt og fram yfir einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans árið 2003. Taugin var reyndar enn römm eftir sölu bankanna enda kaupendurnir hliðhollir flokkunum; í tilviki Landsbankans fylgdi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins með í kaupunum auk þess sem fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins tók við Búnaðarbankanum úr höndum flokkssystkina sinna. Átta valdahóparJón G. Hauksson, ritstjóri tímaritsins Frjálsrar verslunar, fann átta valdahópa í greiningu sinni á valdablokkum landsins árið 2003. Hóparnir tengdust bæði gömlu klíkunum og þeim sem höfðu verið að líta dagsins ljós í smásöluverslun og fjármálageiranum eftir einkavæðingu bankanna auk lífeyrissjóða landsins sem féllu í eina valdablokk viðskiptalífsins. Niðurstöður rannsóknar Bryndísar Ísfoldar Hlöðversdóttur á valdablokkunum fjórum árum síðar bentu til töluverðra tengsla á milli eldri og nýrri hópa. Bryndísi taldist til að árið 2003 hefðu 23 einstaklingar, sem allt voru karlmenn, tilheyrt valdablokkinni. Fjórum árum síðar hefðu 16 þeirra setið í stjórnum stærstu fyrirtækja landsins. Valdablokkir fallaFlestir þeirra sem Fréttablaðið hefur rætt við eru sammála um að valdablokkirnar hafi að mestu hrunið til grunna með falli bankanna og uppgjörsins sem fylgdi í kjölfar stjórnarslita í upphafi árs 2009. Þeir sem hafi komið við sögu í gegnum árin hafi tapað gífurlegum fjármunum, vinni að því hörðum höndum að halda því litla sem eftir standi á meðan aðrir séu undir smásjá yfirvalda vegna gruns um misferli. Þá hefur hluti valdaklíkunnar fyrrverandi ekki talið sér vært hér á landi og farið utan. Þótt viðmælendur Fréttablaðsins séu ekki á einu máli um það hvar völdin liggi í dag eru þeir sammála um að rykið hafi enn ekki sest eftir hrunið, fulltrúar fyrrverandi valdablokka klóri í bakkann en muni líklega ekki hafa erindi sem erfiði. Vald þeirra heyri til tíma sem sé að líða undir lok og að nýir valdhafar muni taka við. Hverjir það verði sé ekki gott að segja. Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Áhrifamiklar valdablokkir hafa verið ráðandi hér með einum eða öðrum hætti um nokkurra áratuga skeið. Segja má að Kolkrabbinn og Smokkfiskurinn, birtingarmyndir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, hafi ráðið lögum og lofum jafnt í stjórnmálum sem viðskiptalífi í einni eða annarri mynd allt frá því sjálfstæði frá Dönum árið 1944 var enn volgt og fram yfir einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans árið 2003. Taugin var reyndar enn römm eftir sölu bankanna enda kaupendurnir hliðhollir flokkunum; í tilviki Landsbankans fylgdi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins með í kaupunum auk þess sem fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins tók við Búnaðarbankanum úr höndum flokkssystkina sinna. Átta valdahóparJón G. Hauksson, ritstjóri tímaritsins Frjálsrar verslunar, fann átta valdahópa í greiningu sinni á valdablokkum landsins árið 2003. Hóparnir tengdust bæði gömlu klíkunum og þeim sem höfðu verið að líta dagsins ljós í smásöluverslun og fjármálageiranum eftir einkavæðingu bankanna auk lífeyrissjóða landsins sem féllu í eina valdablokk viðskiptalífsins. Niðurstöður rannsóknar Bryndísar Ísfoldar Hlöðversdóttur á valdablokkunum fjórum árum síðar bentu til töluverðra tengsla á milli eldri og nýrri hópa. Bryndísi taldist til að árið 2003 hefðu 23 einstaklingar, sem allt voru karlmenn, tilheyrt valdablokkinni. Fjórum árum síðar hefðu 16 þeirra setið í stjórnum stærstu fyrirtækja landsins. Valdablokkir fallaFlestir þeirra sem Fréttablaðið hefur rætt við eru sammála um að valdablokkirnar hafi að mestu hrunið til grunna með falli bankanna og uppgjörsins sem fylgdi í kjölfar stjórnarslita í upphafi árs 2009. Þeir sem hafi komið við sögu í gegnum árin hafi tapað gífurlegum fjármunum, vinni að því hörðum höndum að halda því litla sem eftir standi á meðan aðrir séu undir smásjá yfirvalda vegna gruns um misferli. Þá hefur hluti valdaklíkunnar fyrrverandi ekki talið sér vært hér á landi og farið utan. Þótt viðmælendur Fréttablaðsins séu ekki á einu máli um það hvar völdin liggi í dag eru þeir sammála um að rykið hafi enn ekki sest eftir hrunið, fulltrúar fyrrverandi valdablokka klóri í bakkann en muni líklega ekki hafa erindi sem erfiði. Vald þeirra heyri til tíma sem sé að líða undir lok og að nýir valdhafar muni taka við. Hverjir það verði sé ekki gott að segja.
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira