Bedroom Community: fimm stjörnur 18. maí 2010 08:15 Tónleikar Bedroom Community í Þjóðleikhúsinu voru stórkostlegir. Hvalskoðunin er vísun í plötur Bedroom Community, en þær hafa útgáfunúmerin Hvalur 1 – Hvalur 9. Ein stór fjölskyldaTónleikar ***** Bedroom Community - The Whale Watching Tour Þjóðleikhúsið 16. maí Listahátíð í Reykjavík Valgeir Sigurðsson stofnaði Bedroom Community fyrir fjórum árum. Síðan hefur útgáfan sent frá sér níu plötur, sem eru hver annarri betri, haldið fjölmarga tónleika og m.a. staðið fyrir eftirminnilegum kvöldum á Iceland Airwaves-hátíðinni. Það mátti því búast við góðu þegar Hvalskoðunarferð þeirra Valgeirs, Nicos Muhly, Bens Frost og Sams Amidon lagði leið sína í Þjóðleikhúsið á sunnudagskvöldið.Á undan hinni eiginlegu Hval-skoðunardagskrá flutti Daníel Bjarnason ásamt hljómsveit tónlist af sinni verðlaunuðu plötu Processions, sem Bedroom Community gaf út í fyrra. Platan er frábær og það var gaman að heyra kafla bæði úr titilverkinu og hinu magnaða Bow To String.Hvalskoðunardagskráin sjálf hófst á titillagi Draumalandsplötu Valgeirs, en að því loknu komu tvö af verkum Nicos Muhly. Uppbygging tónleikanna var þannig að átta manna hljómsveit skipuð fyrrnefndum fjórmenningum og Unu Sveinbjarnardóttur á fiðlu, Nadiu Sirota á víólu, Borgari Magnússyni á kontrabassa og Helga Hrafni Jónssyni á básúnu og söng, flutti lög af plötum Valgeirs, Nicos, Bens og Sams, auk nýrra laga. Í stað þess að skipta dagskránni upp eftir höfundum var verkunum blandað, sem bjó til skemmtilegt yfirbragð. Kynningar Nicos Muhly á milli laga lífg-uðu líka upp á stemninguna, salurinn lá stundum í hláturskasti.Í grunninn eru tónlistarmennirnir hjá Bedroom Community ólíkir. Valgeir Sigurðsson fæst aðallega við raftónlist, Nico Muhly er nútímatónskáld, Ben Frost býr til ævintýralegan hávaðahljóðheim og Sam Amidon er þjóðlagasöngvari. Samt er ákveðið heildaryfirbragð yfir plötum útgáfunnar og það varð sterkara á tónleikunum þar sem öll lögin voru flutt af sömu hljómsveit og ákveðið flæði skapaðist á milli verka listamannanna.Þetta voru stórkostlegir tónleikar. Allir höfundarnir fengu að njóta sín og hljóðfæraleikararnir skiptust á að sýna snilld sína. Það var aldrei dauður punktur í þessari sextán laga dagskrá, en á meðal hápunkta fyrir mig má nefna nýja lagið hans Nicos (brjálaðir píanókaflar), Leo Needs A New Pair Of Shoes eftir Ben (sándið í kontrabassanum var ótrúlegt!), Focal Point Valgeirs, Keep in Touch eftir Nico og Hibakúsja eftir Ben, en það er gott dæmi um hávaðatöfrana sem hann skapar. Þá var lokalagið fyrir uppklapp, The Only Tune eftir Nico, sem Sam söng líka almagnað.Bedroom Community brýtur niður múra milli tónlistarheima og það var gaman að skoða hljóðfæraskipanina á sviðinu. Annars vegar voru hefðbundin hljómsveitarhljóðfæri (básúna, strengjahljóðfæri, flygill), hins vegar fartölvur og raftól.Á heildina litið voru þetta frábærir tónleikar. Hin hægláta, en örugga framrás sem hefur einkennt Bedroom Community heldur áfram.Trausti JúlíussonNiðurstaða: Valgeir Sigurðsson, Ben Frost, Nico Muhly og Sam Amidon rugluðu saman reitum sínum á áhrifamikinn og eftirminnilegan hátt í Þjóðleikhúsinu á sunnudagskvöldið. Gagnrýni Lífið Tónlistargagnrýni Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Sjá meira
Ein stór fjölskyldaTónleikar ***** Bedroom Community - The Whale Watching Tour Þjóðleikhúsið 16. maí Listahátíð í Reykjavík Valgeir Sigurðsson stofnaði Bedroom Community fyrir fjórum árum. Síðan hefur útgáfan sent frá sér níu plötur, sem eru hver annarri betri, haldið fjölmarga tónleika og m.a. staðið fyrir eftirminnilegum kvöldum á Iceland Airwaves-hátíðinni. Það mátti því búast við góðu þegar Hvalskoðunarferð þeirra Valgeirs, Nicos Muhly, Bens Frost og Sams Amidon lagði leið sína í Þjóðleikhúsið á sunnudagskvöldið.Á undan hinni eiginlegu Hval-skoðunardagskrá flutti Daníel Bjarnason ásamt hljómsveit tónlist af sinni verðlaunuðu plötu Processions, sem Bedroom Community gaf út í fyrra. Platan er frábær og það var gaman að heyra kafla bæði úr titilverkinu og hinu magnaða Bow To String.Hvalskoðunardagskráin sjálf hófst á titillagi Draumalandsplötu Valgeirs, en að því loknu komu tvö af verkum Nicos Muhly. Uppbygging tónleikanna var þannig að átta manna hljómsveit skipuð fyrrnefndum fjórmenningum og Unu Sveinbjarnardóttur á fiðlu, Nadiu Sirota á víólu, Borgari Magnússyni á kontrabassa og Helga Hrafni Jónssyni á básúnu og söng, flutti lög af plötum Valgeirs, Nicos, Bens og Sams, auk nýrra laga. Í stað þess að skipta dagskránni upp eftir höfundum var verkunum blandað, sem bjó til skemmtilegt yfirbragð. Kynningar Nicos Muhly á milli laga lífg-uðu líka upp á stemninguna, salurinn lá stundum í hláturskasti.Í grunninn eru tónlistarmennirnir hjá Bedroom Community ólíkir. Valgeir Sigurðsson fæst aðallega við raftónlist, Nico Muhly er nútímatónskáld, Ben Frost býr til ævintýralegan hávaðahljóðheim og Sam Amidon er þjóðlagasöngvari. Samt er ákveðið heildaryfirbragð yfir plötum útgáfunnar og það varð sterkara á tónleikunum þar sem öll lögin voru flutt af sömu hljómsveit og ákveðið flæði skapaðist á milli verka listamannanna.Þetta voru stórkostlegir tónleikar. Allir höfundarnir fengu að njóta sín og hljóðfæraleikararnir skiptust á að sýna snilld sína. Það var aldrei dauður punktur í þessari sextán laga dagskrá, en á meðal hápunkta fyrir mig má nefna nýja lagið hans Nicos (brjálaðir píanókaflar), Leo Needs A New Pair Of Shoes eftir Ben (sándið í kontrabassanum var ótrúlegt!), Focal Point Valgeirs, Keep in Touch eftir Nico og Hibakúsja eftir Ben, en það er gott dæmi um hávaðatöfrana sem hann skapar. Þá var lokalagið fyrir uppklapp, The Only Tune eftir Nico, sem Sam söng líka almagnað.Bedroom Community brýtur niður múra milli tónlistarheima og það var gaman að skoða hljóðfæraskipanina á sviðinu. Annars vegar voru hefðbundin hljómsveitarhljóðfæri (básúna, strengjahljóðfæri, flygill), hins vegar fartölvur og raftól.Á heildina litið voru þetta frábærir tónleikar. Hin hægláta, en örugga framrás sem hefur einkennt Bedroom Community heldur áfram.Trausti JúlíussonNiðurstaða: Valgeir Sigurðsson, Ben Frost, Nico Muhly og Sam Amidon rugluðu saman reitum sínum á áhrifamikinn og eftirminnilegan hátt í Þjóðleikhúsinu á sunnudagskvöldið.
Gagnrýni Lífið Tónlistargagnrýni Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Sjá meira