Handbolti

Tólf þúsund áhorfendur sáu AG í ham - Arnór meiddist

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson skoraði fjögur fyrir AG í dag.
Snorri Steinn Guðjónsson skoraði fjögur fyrir AG í dag. Mynd/AG

AG er enn ósigrað á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir fimm marka sigur á Bjerringbro-Silkeborg í dag, 33-28.

Fyrr í dag vann Skjern sigur á Álaborg, 33-28. Ingimundur Ingimundarson komst ekki á blað hjá Álaborg.

Báðir leikirnir fóru fram í íþróttahöllinni í Herning og var uppselt á þá báða. Alls voru 12.138 áhorfendur á leikjunum tveimur.

Snorri Steinn Guðjónsson átti góðan leik fyrir AG og skoraði fjögur mörk. Arnór Atlason meiddist í leiknum og náði ekki að skora.

Sigur AG var öruggur en staðan í hálfleik var 18-10, AG í vil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×