Lífið

Tvær íslenskar heimildarmyndir frumsýndar

Tvær íslenskar heimildarmyndir verða frumsýndar um helgina. Gnarr, heimildarmynd Gauks Úlfarssonar um Besta flokks framboð Jóns Gnarr og félaga, hefur þegar vakið mikla athygli og deilur. Gaukur fylgir þar eftir lygilegri velgengni framboðsins sem hægt og bítandi varð stærsta stjórnmálaaflið í Reykjavík með ólíkindatólið Jón Gnarr fremstan í flokki.

Gaukur er auðvitað fyrst og fremst þekktur fyrir að vera einn af sköpurum Sylvíu Nætur ævintýrsins og sumir hafa viljað meina að vera Jóns Gnarr í borgarstjórastólnum sé eitt stórt grínatriði að hætti íslensku dívunnar sem Ágústa Eva Erlendsdóttir lék svo eftirminnilega.

Þorkell og Örn Marínó vöktu mikla athygli á Tribeca-kvikmyndahátíðinni í New York.

Hin myndin er kannski á ögn alvarlegri nótum þótt stjórn höfuðborgarinnar sé vissulega ekkert gamanmál. Hún heitir Feathered Cocaine og er eftir þá Þorkel Harðarson og Örn Marinó Arnarson. Myndin var frumsýnd á Trib­eca-kvikmyndahátíðinni í New York fyrr á þessu ári og fór í kjölfarið á Hot Docks-hátíðina í Kanada.

Þar að auki verður hún sýnd eftir viku á IDFA-heimildarmyndahátíðinni í Hollandi sem er sú stærsta sinnar tegundar.

„Auðvitað er ég með smá fiðring í maganum yfir því að frumsýna hér á Íslandi og ég hlakka mikið til," segir Örn í samtali við Fréttablaðið. Myndin fjallar um ólögleg fálkakaup olíufursta í arabaríkjunum og hvernig þau hafa nánast gengið af fálkastofninum dauðum í sumum löndum.- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×