Ólafur Darri í sjósund og köfun fyrir Djúpið 24. apríl 2010 10:45 Stefán Máni mun taka Ólaf Darra í smá kennslustund um hvernig sé best að haga sér í sjósundi. Mynd/Valgarður Gíslason „Ég hef ekki stundað sjósund sem sport en hef þurft að synda ansi mikið í sjónum að undanförnu," segir Ólafur Darri Ólafsson leikari sem er byrjaður að undirbúa sig fyrir aðalhlutverkið í nýrri kvikmynd Baltasars Kormáks, Djúpið. Myndin er lauslega byggð á ótrúlegu afreki Guðlaugs Friðþórssonar sem synti í land eftir að bát hans hvolfdi skammt frá Heimaey með þeim afleiðingum að fjórir félagar Guðlaugs fórust. Ólafur leikur aðalhlutverkið og þarf því að vera ansi vanur köldum sjónum enda má fastlega reikna með því að myndin gerist að mestu leyti á hafi úti. „Ég var náttúrlega svolítið í sjónum í Brúðgumanum og svo líka í Roklandi þannig að maður er kominn með smá grunn." Ólafur hyggst ekki fara til sjálfskipaðra sjósundsfræðinga til að undirbúa sig fyrir sund í köldu vatni. „Nei, ég ætla bara að fara í góðra vina hópi og hlakka bara mikið til að henda mér í sjóinn," segir Ólafur en hann hyggst þó leita ráða hjá Stefáni Mána Sigþórssyni rithöfundi sem hefur tekið ófá sundtök í köldum sjónum. En sjósundið er ekki eini undirbúningurinn sem Ólafur Darri hyggst henda sér út í því hann hefur skráð sig á köfunarnámskeið. „Ég hef aldrei kafað og ætlaði reyndar að fara á svona námskeið síðasta haust. En það kemur sér vel að gera þetta núna og fyrst maður er að fara að leika í þessari bíómynd er bara eins gott að láta slag standa," segir Ólafur. - fgg Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
„Ég hef ekki stundað sjósund sem sport en hef þurft að synda ansi mikið í sjónum að undanförnu," segir Ólafur Darri Ólafsson leikari sem er byrjaður að undirbúa sig fyrir aðalhlutverkið í nýrri kvikmynd Baltasars Kormáks, Djúpið. Myndin er lauslega byggð á ótrúlegu afreki Guðlaugs Friðþórssonar sem synti í land eftir að bát hans hvolfdi skammt frá Heimaey með þeim afleiðingum að fjórir félagar Guðlaugs fórust. Ólafur leikur aðalhlutverkið og þarf því að vera ansi vanur köldum sjónum enda má fastlega reikna með því að myndin gerist að mestu leyti á hafi úti. „Ég var náttúrlega svolítið í sjónum í Brúðgumanum og svo líka í Roklandi þannig að maður er kominn með smá grunn." Ólafur hyggst ekki fara til sjálfskipaðra sjósundsfræðinga til að undirbúa sig fyrir sund í köldu vatni. „Nei, ég ætla bara að fara í góðra vina hópi og hlakka bara mikið til að henda mér í sjóinn," segir Ólafur en hann hyggst þó leita ráða hjá Stefáni Mána Sigþórssyni rithöfundi sem hefur tekið ófá sundtök í köldum sjónum. En sjósundið er ekki eini undirbúningurinn sem Ólafur Darri hyggst henda sér út í því hann hefur skráð sig á köfunarnámskeið. „Ég hef aldrei kafað og ætlaði reyndar að fara á svona námskeið síðasta haust. En það kemur sér vel að gera þetta núna og fyrst maður er að fara að leika í þessari bíómynd er bara eins gott að láta slag standa," segir Ólafur. - fgg
Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira