Einar Örn: Heppni fylgir gömlum mönnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2010 22:00 Einar Örn Jónsson. Einar Örn Jónsson var hetja Haukanna í 23-22 sigri á Val í kvöld því hann skoraði sigurmarkið á lokasekúndu leiksins. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Einar Örn skorar úrslitamark fyrir Haukanna á dramatískum lokasekúndum. „Þetta virðist alltaf atvikast svona og ég lýg engu þegar ég segi að við höfum aldrei æft þetta. Þetta atvikaðist bara svona og var bara röð tilviljana. Það er tilviljun að Björgvin fær boltann í lokin og það er tilviljun að ég gleymist í horninu. Svo var þetta bara bölvaður grís að boltinn skyldi fara inn. Eigum við ekki að segja það að heppni fylgi gömlum mönnum," sagði Einar Örn kátur í leikslok en hann snéri boltanum framhjá Ingvari Guðmundssyni í Valsmarkinu. „Við komum virkilega grimmir inn í seinni hálfleikinn eftir að hafa vera slakir í fyrri hálfleiknum. Við náðum að vinna upp þriggja marka forskot þeirra og náðum okkar eigin fjögurra marka forskoti. Þá slökuðum við alltof mikið á, fórum að reyna að vernda forskotið og hleyptum Valda alltof mikið inn í leikinn," sagði Einar. Valdimar Þórsson var allt í öllu hjá Val þegar liðið vann upp fjögurra marka forskot á síðustu tíu mínútnunum. „Hann í rauninni kemur Val aftur inn í þennan leik einn síns liðs og það er eitthvað sem við áttum að vera búnir að tækla miklu miklu fyrr," sagði Einar. „Þetta er eitt þrep á leiðinni þangað sem við ætlum okkur og við lærum að þessum og reynum eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að svona endurtaki sig. Það var gott að við skyldum ná að hala inn þessi tvö stig því það var mikilvægt," sagði Einar. Haukarnir eru á milli Evrópuleikja við Grosswallstadt en þýska liðið mætir á Ásvelli á laugardaginn. Einar Örn kvartar ekkert yfir leikjaálaginu. „Það kemur oft æfingaþreyta í menn og á meðan menn spila mikið þá er minna æft. Við tökum það sem plús að vera spila mikið af leikjum og það kemur allavega engin æfingaþreyta í menn á meðan," segir Einar. „Evrópukeppnin er ekki að trufla menn. Þetta er bara bónus. Við söfnum bara peningum fyrir þessu eins og brjálæðingar og reynum síðan að njóta þess út í ystu æsar að vera að spila þessa Evrópuleiki. þetta er ofboðslega gaman og ég held bara að menn finni einhvern aukakraft og klátra það ekkert koma niður á deildinni," sagði Einar Örn. Olís-deild karla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims Sjá meira
Einar Örn Jónsson var hetja Haukanna í 23-22 sigri á Val í kvöld því hann skoraði sigurmarkið á lokasekúndu leiksins. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Einar Örn skorar úrslitamark fyrir Haukanna á dramatískum lokasekúndum. „Þetta virðist alltaf atvikast svona og ég lýg engu þegar ég segi að við höfum aldrei æft þetta. Þetta atvikaðist bara svona og var bara röð tilviljana. Það er tilviljun að Björgvin fær boltann í lokin og það er tilviljun að ég gleymist í horninu. Svo var þetta bara bölvaður grís að boltinn skyldi fara inn. Eigum við ekki að segja það að heppni fylgi gömlum mönnum," sagði Einar Örn kátur í leikslok en hann snéri boltanum framhjá Ingvari Guðmundssyni í Valsmarkinu. „Við komum virkilega grimmir inn í seinni hálfleikinn eftir að hafa vera slakir í fyrri hálfleiknum. Við náðum að vinna upp þriggja marka forskot þeirra og náðum okkar eigin fjögurra marka forskoti. Þá slökuðum við alltof mikið á, fórum að reyna að vernda forskotið og hleyptum Valda alltof mikið inn í leikinn," sagði Einar. Valdimar Þórsson var allt í öllu hjá Val þegar liðið vann upp fjögurra marka forskot á síðustu tíu mínútnunum. „Hann í rauninni kemur Val aftur inn í þennan leik einn síns liðs og það er eitthvað sem við áttum að vera búnir að tækla miklu miklu fyrr," sagði Einar. „Þetta er eitt þrep á leiðinni þangað sem við ætlum okkur og við lærum að þessum og reynum eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að svona endurtaki sig. Það var gott að við skyldum ná að hala inn þessi tvö stig því það var mikilvægt," sagði Einar. Haukarnir eru á milli Evrópuleikja við Grosswallstadt en þýska liðið mætir á Ásvelli á laugardaginn. Einar Örn kvartar ekkert yfir leikjaálaginu. „Það kemur oft æfingaþreyta í menn og á meðan menn spila mikið þá er minna æft. Við tökum það sem plús að vera spila mikið af leikjum og það kemur allavega engin æfingaþreyta í menn á meðan," segir Einar. „Evrópukeppnin er ekki að trufla menn. Þetta er bara bónus. Við söfnum bara peningum fyrir þessu eins og brjálæðingar og reynum síðan að njóta þess út í ystu æsar að vera að spila þessa Evrópuleiki. þetta er ofboðslega gaman og ég held bara að menn finni einhvern aukakraft og klátra það ekkert koma niður á deildinni," sagði Einar Örn.
Olís-deild karla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims Sjá meira