Einar Örn: Heppni fylgir gömlum mönnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2010 22:00 Einar Örn Jónsson. Einar Örn Jónsson var hetja Haukanna í 23-22 sigri á Val í kvöld því hann skoraði sigurmarkið á lokasekúndu leiksins. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Einar Örn skorar úrslitamark fyrir Haukanna á dramatískum lokasekúndum. „Þetta virðist alltaf atvikast svona og ég lýg engu þegar ég segi að við höfum aldrei æft þetta. Þetta atvikaðist bara svona og var bara röð tilviljana. Það er tilviljun að Björgvin fær boltann í lokin og það er tilviljun að ég gleymist í horninu. Svo var þetta bara bölvaður grís að boltinn skyldi fara inn. Eigum við ekki að segja það að heppni fylgi gömlum mönnum," sagði Einar Örn kátur í leikslok en hann snéri boltanum framhjá Ingvari Guðmundssyni í Valsmarkinu. „Við komum virkilega grimmir inn í seinni hálfleikinn eftir að hafa vera slakir í fyrri hálfleiknum. Við náðum að vinna upp þriggja marka forskot þeirra og náðum okkar eigin fjögurra marka forskoti. Þá slökuðum við alltof mikið á, fórum að reyna að vernda forskotið og hleyptum Valda alltof mikið inn í leikinn," sagði Einar. Valdimar Þórsson var allt í öllu hjá Val þegar liðið vann upp fjögurra marka forskot á síðustu tíu mínútnunum. „Hann í rauninni kemur Val aftur inn í þennan leik einn síns liðs og það er eitthvað sem við áttum að vera búnir að tækla miklu miklu fyrr," sagði Einar. „Þetta er eitt þrep á leiðinni þangað sem við ætlum okkur og við lærum að þessum og reynum eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að svona endurtaki sig. Það var gott að við skyldum ná að hala inn þessi tvö stig því það var mikilvægt," sagði Einar. Haukarnir eru á milli Evrópuleikja við Grosswallstadt en þýska liðið mætir á Ásvelli á laugardaginn. Einar Örn kvartar ekkert yfir leikjaálaginu. „Það kemur oft æfingaþreyta í menn og á meðan menn spila mikið þá er minna æft. Við tökum það sem plús að vera spila mikið af leikjum og það kemur allavega engin æfingaþreyta í menn á meðan," segir Einar. „Evrópukeppnin er ekki að trufla menn. Þetta er bara bónus. Við söfnum bara peningum fyrir þessu eins og brjálæðingar og reynum síðan að njóta þess út í ystu æsar að vera að spila þessa Evrópuleiki. þetta er ofboðslega gaman og ég held bara að menn finni einhvern aukakraft og klátra það ekkert koma niður á deildinni," sagði Einar Örn. Olís-deild karla Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Einar Örn Jónsson var hetja Haukanna í 23-22 sigri á Val í kvöld því hann skoraði sigurmarkið á lokasekúndu leiksins. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Einar Örn skorar úrslitamark fyrir Haukanna á dramatískum lokasekúndum. „Þetta virðist alltaf atvikast svona og ég lýg engu þegar ég segi að við höfum aldrei æft þetta. Þetta atvikaðist bara svona og var bara röð tilviljana. Það er tilviljun að Björgvin fær boltann í lokin og það er tilviljun að ég gleymist í horninu. Svo var þetta bara bölvaður grís að boltinn skyldi fara inn. Eigum við ekki að segja það að heppni fylgi gömlum mönnum," sagði Einar Örn kátur í leikslok en hann snéri boltanum framhjá Ingvari Guðmundssyni í Valsmarkinu. „Við komum virkilega grimmir inn í seinni hálfleikinn eftir að hafa vera slakir í fyrri hálfleiknum. Við náðum að vinna upp þriggja marka forskot þeirra og náðum okkar eigin fjögurra marka forskoti. Þá slökuðum við alltof mikið á, fórum að reyna að vernda forskotið og hleyptum Valda alltof mikið inn í leikinn," sagði Einar. Valdimar Þórsson var allt í öllu hjá Val þegar liðið vann upp fjögurra marka forskot á síðustu tíu mínútnunum. „Hann í rauninni kemur Val aftur inn í þennan leik einn síns liðs og það er eitthvað sem við áttum að vera búnir að tækla miklu miklu fyrr," sagði Einar. „Þetta er eitt þrep á leiðinni þangað sem við ætlum okkur og við lærum að þessum og reynum eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að svona endurtaki sig. Það var gott að við skyldum ná að hala inn þessi tvö stig því það var mikilvægt," sagði Einar. Haukarnir eru á milli Evrópuleikja við Grosswallstadt en þýska liðið mætir á Ásvelli á laugardaginn. Einar Örn kvartar ekkert yfir leikjaálaginu. „Það kemur oft æfingaþreyta í menn og á meðan menn spila mikið þá er minna æft. Við tökum það sem plús að vera spila mikið af leikjum og það kemur allavega engin æfingaþreyta í menn á meðan," segir Einar. „Evrópukeppnin er ekki að trufla menn. Þetta er bara bónus. Við söfnum bara peningum fyrir þessu eins og brjálæðingar og reynum síðan að njóta þess út í ystu æsar að vera að spila þessa Evrópuleiki. þetta er ofboðslega gaman og ég held bara að menn finni einhvern aukakraft og klátra það ekkert koma niður á deildinni," sagði Einar Örn.
Olís-deild karla Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira