Umfjöllun: Framstúlkur léku sér að Tresnjevka Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 14. febrúar 2010 17:45 Úr leik liðanna í dag. Mynd/Vilhelm Í dag fór fram seinni viðureign Fram og Tresnjevka í Áskorendakeppni Evrópu. Fyrri leikurinn var leikinn í gær og endaði með sigri fram, 31-26. Það var sama upp á teningnum í dag, Fram stúlkur fóru létt með þær króatísku og unnu leikinn sannfærandi, 39-25. Fram liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og stúlkurnar ákveðnar í að klára dæmið. Þær skoruðu fyrstu fimm mörk leiksins og leit út fyrir að þær króatísku hafi ekki sofið vel í nótt. Það var ekki fyrr en eftir sjö mínútur sem að gestirnir skoruðu fyrsta markið og byrjuðu að taka þátt í leiknum. Íris Björk Símonardóttir, markvörður Fram, var frábær í markinu og lokaði rammanum. Þær króatísku voru þó frekar bragðdaufar og vantaði alla leikgleði og vilja í allt lið gestanna. Framstúlkur voru hinsvegar eldhressar og spilagleðin mikil. Þær spiluðu vel og áttu margar fínar sóknir í fyrri hálfleik. Heimastúlkur leiddu sannfærandi í hálfleik með tíu marka mun, 21-11. Leikurinn spilaðist áfram á sama veg í seinni hálfleik. Fram-liðið var sterkt og það virtist ekki skipta máli hvaða leikmenn voru inn á, því liðið spilaði glimrandi handbolta. Framstúlkur náðu mest fjórtán marka mun í leiknum og voru lengi vel með tíu til þráttán marka forystu sem gefur eðlilega til kynna að króatísku gestirnir áttu aldrei erindi í þennan leik. Góður sigur hjá stelpunum í Fram, lokatölur sem fyrr segir, 39-25. Báðir markverðir Fram, þær Helga Vala Jónsdóttir og Íris Björk Símonardóttir voru frábærar í dag. Marthe Sördal fór á kostum í sóknarleiknum og var hundrað prósent nýtingu, átta mörk í átta skotum. Markahæstar í liði Tresnjevka voru þær Milic Tea með fjögur mörk og Renata Knjezevic með sex mörk. Fram-Tresnjevka 39-25 (21-11) Mörk Fram (skot): Marthe Sördal 8 (8), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 6 (9), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 6 (7) (1/1), Karen Knútsdóttir 5 (8) (1/2), Hildur Þorgeirsdóttir 3 (4), Pavla Nevarilova 3 (6), Stella Sigurðardóttir 3 (10), Anna María Guðmundsdóttir 2 (2), Anna Gunnlaug Friðriksdóttir 1 (1), Hafdís Inga Hinriksdóttir 1 (2). Varin skot: Helga Vala Jónsdóttir 10/27 37 %. Íris Björk Símonardóttir 8/23 35%. Hraðaupphlaup: 9 (Marthe 5, Guðrún Þóra 2, Pavla, Sigurbjörg.) Fiskuð víti: 2 (Pavla, Anna María) Utan vallar: 8 min. Dómarar: Eydun Samúelsen og Andreas F. Hansen, góðir. Olís-deild kvenna Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Handbolti Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
Í dag fór fram seinni viðureign Fram og Tresnjevka í Áskorendakeppni Evrópu. Fyrri leikurinn var leikinn í gær og endaði með sigri fram, 31-26. Það var sama upp á teningnum í dag, Fram stúlkur fóru létt með þær króatísku og unnu leikinn sannfærandi, 39-25. Fram liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og stúlkurnar ákveðnar í að klára dæmið. Þær skoruðu fyrstu fimm mörk leiksins og leit út fyrir að þær króatísku hafi ekki sofið vel í nótt. Það var ekki fyrr en eftir sjö mínútur sem að gestirnir skoruðu fyrsta markið og byrjuðu að taka þátt í leiknum. Íris Björk Símonardóttir, markvörður Fram, var frábær í markinu og lokaði rammanum. Þær króatísku voru þó frekar bragðdaufar og vantaði alla leikgleði og vilja í allt lið gestanna. Framstúlkur voru hinsvegar eldhressar og spilagleðin mikil. Þær spiluðu vel og áttu margar fínar sóknir í fyrri hálfleik. Heimastúlkur leiddu sannfærandi í hálfleik með tíu marka mun, 21-11. Leikurinn spilaðist áfram á sama veg í seinni hálfleik. Fram-liðið var sterkt og það virtist ekki skipta máli hvaða leikmenn voru inn á, því liðið spilaði glimrandi handbolta. Framstúlkur náðu mest fjórtán marka mun í leiknum og voru lengi vel með tíu til þráttán marka forystu sem gefur eðlilega til kynna að króatísku gestirnir áttu aldrei erindi í þennan leik. Góður sigur hjá stelpunum í Fram, lokatölur sem fyrr segir, 39-25. Báðir markverðir Fram, þær Helga Vala Jónsdóttir og Íris Björk Símonardóttir voru frábærar í dag. Marthe Sördal fór á kostum í sóknarleiknum og var hundrað prósent nýtingu, átta mörk í átta skotum. Markahæstar í liði Tresnjevka voru þær Milic Tea með fjögur mörk og Renata Knjezevic með sex mörk. Fram-Tresnjevka 39-25 (21-11) Mörk Fram (skot): Marthe Sördal 8 (8), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 6 (9), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 6 (7) (1/1), Karen Knútsdóttir 5 (8) (1/2), Hildur Þorgeirsdóttir 3 (4), Pavla Nevarilova 3 (6), Stella Sigurðardóttir 3 (10), Anna María Guðmundsdóttir 2 (2), Anna Gunnlaug Friðriksdóttir 1 (1), Hafdís Inga Hinriksdóttir 1 (2). Varin skot: Helga Vala Jónsdóttir 10/27 37 %. Íris Björk Símonardóttir 8/23 35%. Hraðaupphlaup: 9 (Marthe 5, Guðrún Þóra 2, Pavla, Sigurbjörg.) Fiskuð víti: 2 (Pavla, Anna María) Utan vallar: 8 min. Dómarar: Eydun Samúelsen og Andreas F. Hansen, góðir.
Olís-deild kvenna Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Handbolti Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira