Fylkir vann tíu marka sigur á FH í Kaplakrika í dag, 28-18. Alls fóru fjórir leikir fram í N1-deild kvenna í dag.
Sunna María Einarsdóttir skoraði átta mörk fyrir Fylki og Sunna Jónsdóttir fimm. Hjá FH var Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir markahæst með fimm mörk.
Fram er á toppnum með fullt hús stiga eftir sigur á Stjörnunni í dag, 32-31.
Úrslit dagsins:
Fram - Stjarnan 32-31
Grótta - Haukar 23-28
ÍR - ÍBV 20-25
FH - Fylkir 18-28