Tottenham og Manchester United unnu bæði í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2010 20:35 Raphael van der Vaart fékk að kynnast öllum tilfinningaskalanum í kvöld. Mynd/AP Javier Hernández tryggði Manchester United 1-0 sigur á Valencia á Spáni í Meistaradeildinni í kvöld en sigurmarkið hans kom fimm mínútum fyrir leikslok. Tottenham vann á sama tíma sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni í kvöld þegar liðið vann Twente 4-1 þar sem norski dómarinn Terje Hauge dæmdi þrjú víti á hollenska liðið. Franska liðið Lyon og danska liðið FC Kaupmannahöfn eru í góðum málum í sínum riðlum eftir sigra í kvöld. Varamennirnir Javier Hernández og Federico Macheda sá um sigurmark Manchester United í Valencia. Federico Macheda hafði aðeins komið inn á völlinn andatökum fyrr en lagði upp markið fyrir Mexíkanann sem afgreiddi færið frábærlega í stöngina og inn á 85. mínútu leiksins. Manchester United og Rangers sem gerði markalaust jafntefli í fyrsta leik eru efstu og jöfn í C-riðli með fjögur stig efir 1-0 sigur skosku meistarana á Bursaspor í kvöld. Tottenham og Internazionale Milan eru efst og jöfn í A-riðli eftir sigra í kvöld en bæði lið gerðu líka jafntefli í fyrsta leik. Tottenham vann 4-1 sigur á Twente í viðburðarríkum leik á White Hart Lane þar sem tvö víti frá Rússanum Roman Pavlyuchenko áttu mestan þátt í að tryggja lærisveinum Harry Redknapp sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni. Nikolay Mihaylov varði víti frá Raphael van der Vaart á frábæran hátt á 41. mínútu en Peter Crouch hafði fiskað vítið. Mihaylov fékk gult spjald fyrir að tefja leikinn en tók van der Vaart greinilega á taugum í leiðinni. Rafael van der Vaart var fljótur að bæta fyrir vítaklúðrið þegar hann skoraði frábært mark eftir aðeins tveggja mínútna leik í seinni hálfleik og þremur mínútum síðar skoraði Rússinn Roman Pavlyuchenko úr víti. Tottenham var því komið með 2-0 forustu en Twente-menn voru ekki á því að gefast upp og Nacer Chadli minnkaði muninn í 2-1 á 56. mínútu. Þetta átti samt ekki að vera dagurinn hans Raphael van der Vaart sem fékk sitt annað gula spjald á 61. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar fékk Tottenham víti, sitt þriðja í leiknum, þar sem Roman Pavlyuchenko kom Spurs-liðinu í 3-1. Það var síðan Gareth Bale sem innsiglaði sigurinn í lokin. Lærisveinar Rafael Benitez unnu sannfærandi 4-0 sigur á þýska liðinu Werder Bremen á heimavelli þar sem liðið var komið í 3-0 í hálfleik. Samuel Eto'o skoraði tvö fyrstu mörkin fyrir með fimm mínútna millibli og lagði síðan upp þriðja markið fyrir Wesley Sneijder á 34. mínútu leiksins. launaði honum greiðann þegar Samuel Eto'o kom Inter í 4-0 á 81. mínútu og innsiglaði þrennu sína. Danirnir í FC Kaupmannahöfn eru einir í efsta sæti H-riðilsins eftir 2-0 sigur á Panathinaikos í Grikklandi. Sölvi Geir Ottesen gat ekki spilað vegna meiðsla en það kom ekki að sök. Alexandros Tzorvas færði FC Kaupmannahöfn fyrsta markið á silfurfati og níu mínútum síðar mátti hann sækja boltann aftur í markið sitt efrir aukaspyrnu Martin Vingaard af 28 metra færi. Danirnir voru einum fleiri frá 49. mínútu þegar Gilberto Silva fékk sitt annað gula spjald. Lyon er með fullt hús í B-riðli eftir 3-1 sigur á Hapoel Tel Aviv í Ísrael en tvö mörk frá Michel Bastos komu liðinu í 2-0. Schalke 04 vann 2-0 sigur á Benfica og tók annað sætið af portúgalska liðinu. Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld: A-riðill Tottenham-Twente 4-1 1-0 Raphael van der Vaart (47.), 2-0 Roman Pavlyuchenko, víti (50.), 2-1 Nacer Chadli (56.), 3-1 Roman Pavlyuchenko, víti (64.), 4-1 Gareth Bale (85.) Inter-Werder Bremen 4-01-0 Samuel Eto'o (22.), 2-0 Samuel Eto'o (27.), 3-0 Wesley Sneijder (34.), 4-0 Samuel Eto'o (81.) B-riðill Hapoel Tel Aviv-Lyon 1-3 0-1 Michel Bastos (8.), 0-2 Michel Bastos (36.), 1-2 Vincent Enyeama (79.), Miralem Pjanic (90.) Schalke 04-Benfica 2-0 1-0 Jefferson Farfan (73.), 2-0 Klaas-Jan Huntelaar (85.) C-riðill Valencia-Manchester United 0-1 0-1 Javier Hernández (85.) Rangers-Bursaspor 1-0 1-0 Steven Naismith (18.) D-riðill Panathinaikos-FC Kaupmannahöfn 0-2 0-1 Dame N'Doye (28.), 0-2 Martin Vingaard (37.) Rubin Kazan-Barcelona 1-1 1-0 Christian Noboa, víti (30.), 1-1 David Villa, víti (60.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
Javier Hernández tryggði Manchester United 1-0 sigur á Valencia á Spáni í Meistaradeildinni í kvöld en sigurmarkið hans kom fimm mínútum fyrir leikslok. Tottenham vann á sama tíma sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni í kvöld þegar liðið vann Twente 4-1 þar sem norski dómarinn Terje Hauge dæmdi þrjú víti á hollenska liðið. Franska liðið Lyon og danska liðið FC Kaupmannahöfn eru í góðum málum í sínum riðlum eftir sigra í kvöld. Varamennirnir Javier Hernández og Federico Macheda sá um sigurmark Manchester United í Valencia. Federico Macheda hafði aðeins komið inn á völlinn andatökum fyrr en lagði upp markið fyrir Mexíkanann sem afgreiddi færið frábærlega í stöngina og inn á 85. mínútu leiksins. Manchester United og Rangers sem gerði markalaust jafntefli í fyrsta leik eru efstu og jöfn í C-riðli með fjögur stig efir 1-0 sigur skosku meistarana á Bursaspor í kvöld. Tottenham og Internazionale Milan eru efst og jöfn í A-riðli eftir sigra í kvöld en bæði lið gerðu líka jafntefli í fyrsta leik. Tottenham vann 4-1 sigur á Twente í viðburðarríkum leik á White Hart Lane þar sem tvö víti frá Rússanum Roman Pavlyuchenko áttu mestan þátt í að tryggja lærisveinum Harry Redknapp sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni. Nikolay Mihaylov varði víti frá Raphael van der Vaart á frábæran hátt á 41. mínútu en Peter Crouch hafði fiskað vítið. Mihaylov fékk gult spjald fyrir að tefja leikinn en tók van der Vaart greinilega á taugum í leiðinni. Rafael van der Vaart var fljótur að bæta fyrir vítaklúðrið þegar hann skoraði frábært mark eftir aðeins tveggja mínútna leik í seinni hálfleik og þremur mínútum síðar skoraði Rússinn Roman Pavlyuchenko úr víti. Tottenham var því komið með 2-0 forustu en Twente-menn voru ekki á því að gefast upp og Nacer Chadli minnkaði muninn í 2-1 á 56. mínútu. Þetta átti samt ekki að vera dagurinn hans Raphael van der Vaart sem fékk sitt annað gula spjald á 61. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar fékk Tottenham víti, sitt þriðja í leiknum, þar sem Roman Pavlyuchenko kom Spurs-liðinu í 3-1. Það var síðan Gareth Bale sem innsiglaði sigurinn í lokin. Lærisveinar Rafael Benitez unnu sannfærandi 4-0 sigur á þýska liðinu Werder Bremen á heimavelli þar sem liðið var komið í 3-0 í hálfleik. Samuel Eto'o skoraði tvö fyrstu mörkin fyrir með fimm mínútna millibli og lagði síðan upp þriðja markið fyrir Wesley Sneijder á 34. mínútu leiksins. launaði honum greiðann þegar Samuel Eto'o kom Inter í 4-0 á 81. mínútu og innsiglaði þrennu sína. Danirnir í FC Kaupmannahöfn eru einir í efsta sæti H-riðilsins eftir 2-0 sigur á Panathinaikos í Grikklandi. Sölvi Geir Ottesen gat ekki spilað vegna meiðsla en það kom ekki að sök. Alexandros Tzorvas færði FC Kaupmannahöfn fyrsta markið á silfurfati og níu mínútum síðar mátti hann sækja boltann aftur í markið sitt efrir aukaspyrnu Martin Vingaard af 28 metra færi. Danirnir voru einum fleiri frá 49. mínútu þegar Gilberto Silva fékk sitt annað gula spjald. Lyon er með fullt hús í B-riðli eftir 3-1 sigur á Hapoel Tel Aviv í Ísrael en tvö mörk frá Michel Bastos komu liðinu í 2-0. Schalke 04 vann 2-0 sigur á Benfica og tók annað sætið af portúgalska liðinu. Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld: A-riðill Tottenham-Twente 4-1 1-0 Raphael van der Vaart (47.), 2-0 Roman Pavlyuchenko, víti (50.), 2-1 Nacer Chadli (56.), 3-1 Roman Pavlyuchenko, víti (64.), 4-1 Gareth Bale (85.) Inter-Werder Bremen 4-01-0 Samuel Eto'o (22.), 2-0 Samuel Eto'o (27.), 3-0 Wesley Sneijder (34.), 4-0 Samuel Eto'o (81.) B-riðill Hapoel Tel Aviv-Lyon 1-3 0-1 Michel Bastos (8.), 0-2 Michel Bastos (36.), 1-2 Vincent Enyeama (79.), Miralem Pjanic (90.) Schalke 04-Benfica 2-0 1-0 Jefferson Farfan (73.), 2-0 Klaas-Jan Huntelaar (85.) C-riðill Valencia-Manchester United 0-1 0-1 Javier Hernández (85.) Rangers-Bursaspor 1-0 1-0 Steven Naismith (18.) D-riðill Panathinaikos-FC Kaupmannahöfn 0-2 0-1 Dame N'Doye (28.), 0-2 Martin Vingaard (37.) Rubin Kazan-Barcelona 1-1 1-0 Christian Noboa, víti (30.), 1-1 David Villa, víti (60.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti