Óvissuferð Óli Kristján Ármannsson skrifar 11. mars 2010 06:00 Átök verða styrkist krónan ekki um fjórðung til fimmtung. Þetta voru skilaboð Alþýðusambandsins þegar nýverið var kynnt fremur dökk hagspá. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sagði að stjórnvöld og Seðlabanki þyrftu að skilja að án slíkrar styrkingar yrðu horfur á atvinnumarkaði ekki bjartar. Seðlabankinn hefur spáð veikri krónu í höftum um næstu framtíð og því virðist fremur stefna í átök. Meðan óvissa er enn um afdrif Icesave-samninga stjórnvalda við Breta og Hollendinga stendur efnahagsáætlun stjórnvalda og AGS í stað og gjaldeyrishöftum verður viðhaldið. Kostnaðinn bera almenningur og fyrirtæki landsins. Og þótt menn kunni að fagna veikri stöðu krónunnar í sjávarútvegi og öðrum útflutningsiðnaði þá bera aðrir skarðan hlut frá borði. Samdóma álit flestra virðist þó að krónan sé of veik og langt frá jafnvægisgildi. Skiptar skoðanir um kjörstöðu krónunnar sýna hins vegar í hnotskurn mikilvægi þess að vita hvert er stefnt, en áköll um endurskoðun peningastefnunnar hafa enn sem komið er lítinn ávöxt borið. Vert er að rifja upp að margir hafa orðið til þess að benda á krónuna sem orsakavald efnahagssveiflna í hagkerfinu fremur en tæki til að bregðast við þeim. Má þar nefna rannsókn Þórarins G. Péturssonar, nú aðalhagfræðings Seðlabankans, og breska hagfræðingsins Francis Breedon í árslok 2004. Á þessu var einnig haft orð í niðurstöðum nefndar forsætisráðherra um alþjóðlega fjármálastarfsemi á Íslandi í október 2006. Þar var „efnahagslegur óstöðugleiki vegna sveiflna í gengi íslensku krónunnar" nefndur sem ein þeirra ógna sem grófu undan möguleikum þess að koma hér upp alþjóðlegri fjármálamiðstöð. Kannski er skýrslan um Ísland sem alþjóðlega fjármálamiðstöð samt ekki gott dæmi, svona í ljósi þess hvernig fyrir íslenskum fjármálafyrirtækjum er komið. Hefðu þau átt að eiga von um að halda lífi í lausafjárkreppunni sem lagðist á alþjóðlega fjármálamarkaði þá hefði sú leiðarlýsing líkast til þurft að hafa verið komin fram fyrir löngu og búið að fara eftir þeim tilmælum sem í henni voru. Og er þá ekki litið til þess vanda sem í því var falinn að hverfa frá faglegu einkavæðingarferli og handvelja eigendur að Búnaðarbankanum og Landsbankanum. Hafi reynslan eitthvað kennt okkur ætti það að vera að það borgar sig að vanda til áætlanagerðar og reyna svo að halda kúrsinum. Núna virðist sem velkst sé um í stormi án þess að stefnan sé skýr. Framtíðarskipan peningamála er þó lykilatriði í endurreisn efnahagslífsins. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hafði á nýafstöðnu Iðnþingi orð á mikilvægi góðra áætlana. Hún benti með réttu á að í nýrri skýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna aðildarumsóknar Íslands væri að finna ábendingar um úrbætur sem vinna ætti að, hvort sem til aðildar kæmi eður ei. „Skortur á heildarstefnu hefur oft komið okkur í koll og er vafalítið helsti Akkilesarhæll okkar þjóðfélags. Hugsanlega hefði okkur gengið betur að hemja útrás íslenskra fjármálafyrirtækja, sem endaði með ósköpum, ef við hefðum fylgt skýrari stefnu með geirnegldum heildarmarkmiðum," sagði hún. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen Skoðun
Átök verða styrkist krónan ekki um fjórðung til fimmtung. Þetta voru skilaboð Alþýðusambandsins þegar nýverið var kynnt fremur dökk hagspá. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sagði að stjórnvöld og Seðlabanki þyrftu að skilja að án slíkrar styrkingar yrðu horfur á atvinnumarkaði ekki bjartar. Seðlabankinn hefur spáð veikri krónu í höftum um næstu framtíð og því virðist fremur stefna í átök. Meðan óvissa er enn um afdrif Icesave-samninga stjórnvalda við Breta og Hollendinga stendur efnahagsáætlun stjórnvalda og AGS í stað og gjaldeyrishöftum verður viðhaldið. Kostnaðinn bera almenningur og fyrirtæki landsins. Og þótt menn kunni að fagna veikri stöðu krónunnar í sjávarútvegi og öðrum útflutningsiðnaði þá bera aðrir skarðan hlut frá borði. Samdóma álit flestra virðist þó að krónan sé of veik og langt frá jafnvægisgildi. Skiptar skoðanir um kjörstöðu krónunnar sýna hins vegar í hnotskurn mikilvægi þess að vita hvert er stefnt, en áköll um endurskoðun peningastefnunnar hafa enn sem komið er lítinn ávöxt borið. Vert er að rifja upp að margir hafa orðið til þess að benda á krónuna sem orsakavald efnahagssveiflna í hagkerfinu fremur en tæki til að bregðast við þeim. Má þar nefna rannsókn Þórarins G. Péturssonar, nú aðalhagfræðings Seðlabankans, og breska hagfræðingsins Francis Breedon í árslok 2004. Á þessu var einnig haft orð í niðurstöðum nefndar forsætisráðherra um alþjóðlega fjármálastarfsemi á Íslandi í október 2006. Þar var „efnahagslegur óstöðugleiki vegna sveiflna í gengi íslensku krónunnar" nefndur sem ein þeirra ógna sem grófu undan möguleikum þess að koma hér upp alþjóðlegri fjármálamiðstöð. Kannski er skýrslan um Ísland sem alþjóðlega fjármálamiðstöð samt ekki gott dæmi, svona í ljósi þess hvernig fyrir íslenskum fjármálafyrirtækjum er komið. Hefðu þau átt að eiga von um að halda lífi í lausafjárkreppunni sem lagðist á alþjóðlega fjármálamarkaði þá hefði sú leiðarlýsing líkast til þurft að hafa verið komin fram fyrir löngu og búið að fara eftir þeim tilmælum sem í henni voru. Og er þá ekki litið til þess vanda sem í því var falinn að hverfa frá faglegu einkavæðingarferli og handvelja eigendur að Búnaðarbankanum og Landsbankanum. Hafi reynslan eitthvað kennt okkur ætti það að vera að það borgar sig að vanda til áætlanagerðar og reyna svo að halda kúrsinum. Núna virðist sem velkst sé um í stormi án þess að stefnan sé skýr. Framtíðarskipan peningamála er þó lykilatriði í endurreisn efnahagslífsins. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hafði á nýafstöðnu Iðnþingi orð á mikilvægi góðra áætlana. Hún benti með réttu á að í nýrri skýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna aðildarumsóknar Íslands væri að finna ábendingar um úrbætur sem vinna ætti að, hvort sem til aðildar kæmi eður ei. „Skortur á heildarstefnu hefur oft komið okkur í koll og er vafalítið helsti Akkilesarhæll okkar þjóðfélags. Hugsanlega hefði okkur gengið betur að hemja útrás íslenskra fjármálafyrirtækja, sem endaði með ósköpum, ef við hefðum fylgt skýrari stefnu með geirnegldum heildarmarkmiðum," sagði hún.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun