Umfjöllun: Akureyringar kjöldrógu sorglega lélega Gróttumenn Hjalti Þór Hreinsson skrifar 8. febrúar 2010 20:58 Árni átti góðan leik fyrir Akureyri. Fréttablaðið Akureyri tók Gróttu í kennslustund norðan heiða í kvöld. Miðað við meðalaldur Gróttuliðsins ætti reyndar ekki að þurfa að kenna þeim neitt en liðið var sorglega lélegt og virtist ekki nenna að spila í kvöld. Akureyringar léku við hvern sinn fingur og hefðu getað unnið með meira en fjórtán mörkum, lokatölur 33-19. Framliggjandi vörn Akureyringa var sterk í upphafi leiks þar sem vel var gengið út í skyttur Gróttu. Gestirnir vissu ekki sitt rjúkandi ráð og gátu ekkert fyrstu mínúturnar. Ef Magnús Sigmundsson, gamli jálkurinn, hefði ekki varið vel hefðu þeir lent í mun verri stöðu. Grótta skoraði fyrsta markið sitt eftir átta og hálfa mínútu og eftir tíu mínútur var staðan 5-1. Þá fengu Akureyringar tveggja mínútna brottvísun og Gróttumenn komust inn í leikinn. Þeir komust einu marki frá heimamönnum en ekki lengra. Norðlendingar gáfu aftur í og röðuðu inn mörkunum. Þeir komust í fimm marka forskot sem varð að sjö mörkum í hálfleik, 17-10 fyrir Akureyri. Árni Þór Sigtryggsson skoraði sjö mörk úr níu skotum og var frábær, Oddur var líka góður. Akureyringar skoruðu alls sjö mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik. Akureyringar héldu uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og komust fljótlega tíu mörkum yfir. Gróttumenn misstu allan áhuga og Anton var nánast sá eini sem reyndi. Það var skelfing að horfa upp á liðið kasta hverjum bolta á fætur öðrum frá sér og leyfa heimamönnum að valta yfir sig. Akureyri komst mest fimmtán mörkum yfir en Rúnar leyfði svo ungum strákum að spreyta sig. Þeir stóðu sig vel eins og allt liðið. Lokatölur 33-19, síst of stór sigur Akureyrar. Hörður Flóki var góður í markinu en vörnin var lykillinn að sigrinum. Oddur var góður eins og svo oft og Árni frábær í fyrri hálfleik. Það dró aðeins af honum í þeim seinni. Akureyri er þar með komið með þrettán stig en Grótta er áfram með átta.Akureyri-Grótta 33-19 (17-10)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 9/3 (12), Árni Þór Sigtryggsson 8 (13), Heimir Örn Árnason 4 (6), Hörður F. Sigþórsson 3 (5), Hreinn Þór Hauksson 2 (2), Jónatan Magnússon 2/1 (7/2), Andri Snær Stefánsson 1 (1), Bjarni Jónasson 1 (2), Guðlaugur Arnarsson 1 (2), Geir Guðmundsson 1 (3), Guðmundur H. Helgason 1 (3).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 18 (37) 49%. Hraðaupphlaup: 13 (Heimir 3, Árni 3, Hreinn 2, Oddur 2, Bjarni, Guðlaugur, Hörður).Fiskuð víti: 4 (Jónatan 2, Heimir, Hörður).Utan vallar: 10 mín.Mörk Grótta (skot): Anton Rúnarsson 8/3 (17), Hjalti Pálmason 5 (9), Davíð Gíslason 2 (6), Ægir Hrafn Jónsson 1 (1), Davíð Hlöðversson 1 (1), Jón Karl Björnsson 1 (2), Atli Rúnar Steinþórsson 1 (2).Varin skot: Gísli Rúnar Guðmundsson 13 (27) 48%, Magnús Sigmundsson 7 (24) 29%.Hraðaupphlaup: 3 (Davíð H, Anton, Ægir).Fiskuð víti: 3 (Atli 2).Utan vallar: 6 mín.Dómarar: Brynjar Einarsson og Vilberg Sverrisson. Ágætir. Olís-deild karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira
Akureyri tók Gróttu í kennslustund norðan heiða í kvöld. Miðað við meðalaldur Gróttuliðsins ætti reyndar ekki að þurfa að kenna þeim neitt en liðið var sorglega lélegt og virtist ekki nenna að spila í kvöld. Akureyringar léku við hvern sinn fingur og hefðu getað unnið með meira en fjórtán mörkum, lokatölur 33-19. Framliggjandi vörn Akureyringa var sterk í upphafi leiks þar sem vel var gengið út í skyttur Gróttu. Gestirnir vissu ekki sitt rjúkandi ráð og gátu ekkert fyrstu mínúturnar. Ef Magnús Sigmundsson, gamli jálkurinn, hefði ekki varið vel hefðu þeir lent í mun verri stöðu. Grótta skoraði fyrsta markið sitt eftir átta og hálfa mínútu og eftir tíu mínútur var staðan 5-1. Þá fengu Akureyringar tveggja mínútna brottvísun og Gróttumenn komust inn í leikinn. Þeir komust einu marki frá heimamönnum en ekki lengra. Norðlendingar gáfu aftur í og röðuðu inn mörkunum. Þeir komust í fimm marka forskot sem varð að sjö mörkum í hálfleik, 17-10 fyrir Akureyri. Árni Þór Sigtryggsson skoraði sjö mörk úr níu skotum og var frábær, Oddur var líka góður. Akureyringar skoruðu alls sjö mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik. Akureyringar héldu uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og komust fljótlega tíu mörkum yfir. Gróttumenn misstu allan áhuga og Anton var nánast sá eini sem reyndi. Það var skelfing að horfa upp á liðið kasta hverjum bolta á fætur öðrum frá sér og leyfa heimamönnum að valta yfir sig. Akureyri komst mest fimmtán mörkum yfir en Rúnar leyfði svo ungum strákum að spreyta sig. Þeir stóðu sig vel eins og allt liðið. Lokatölur 33-19, síst of stór sigur Akureyrar. Hörður Flóki var góður í markinu en vörnin var lykillinn að sigrinum. Oddur var góður eins og svo oft og Árni frábær í fyrri hálfleik. Það dró aðeins af honum í þeim seinni. Akureyri er þar með komið með þrettán stig en Grótta er áfram með átta.Akureyri-Grótta 33-19 (17-10)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 9/3 (12), Árni Þór Sigtryggsson 8 (13), Heimir Örn Árnason 4 (6), Hörður F. Sigþórsson 3 (5), Hreinn Þór Hauksson 2 (2), Jónatan Magnússon 2/1 (7/2), Andri Snær Stefánsson 1 (1), Bjarni Jónasson 1 (2), Guðlaugur Arnarsson 1 (2), Geir Guðmundsson 1 (3), Guðmundur H. Helgason 1 (3).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 18 (37) 49%. Hraðaupphlaup: 13 (Heimir 3, Árni 3, Hreinn 2, Oddur 2, Bjarni, Guðlaugur, Hörður).Fiskuð víti: 4 (Jónatan 2, Heimir, Hörður).Utan vallar: 10 mín.Mörk Grótta (skot): Anton Rúnarsson 8/3 (17), Hjalti Pálmason 5 (9), Davíð Gíslason 2 (6), Ægir Hrafn Jónsson 1 (1), Davíð Hlöðversson 1 (1), Jón Karl Björnsson 1 (2), Atli Rúnar Steinþórsson 1 (2).Varin skot: Gísli Rúnar Guðmundsson 13 (27) 48%, Magnús Sigmundsson 7 (24) 29%.Hraðaupphlaup: 3 (Davíð H, Anton, Ægir).Fiskuð víti: 3 (Atli 2).Utan vallar: 6 mín.Dómarar: Brynjar Einarsson og Vilberg Sverrisson. Ágætir.
Olís-deild karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira