Umfjöllun: Akureyringar kjöldrógu sorglega lélega Gróttumenn Hjalti Þór Hreinsson skrifar 8. febrúar 2010 20:58 Árni átti góðan leik fyrir Akureyri. Fréttablaðið Akureyri tók Gróttu í kennslustund norðan heiða í kvöld. Miðað við meðalaldur Gróttuliðsins ætti reyndar ekki að þurfa að kenna þeim neitt en liðið var sorglega lélegt og virtist ekki nenna að spila í kvöld. Akureyringar léku við hvern sinn fingur og hefðu getað unnið með meira en fjórtán mörkum, lokatölur 33-19. Framliggjandi vörn Akureyringa var sterk í upphafi leiks þar sem vel var gengið út í skyttur Gróttu. Gestirnir vissu ekki sitt rjúkandi ráð og gátu ekkert fyrstu mínúturnar. Ef Magnús Sigmundsson, gamli jálkurinn, hefði ekki varið vel hefðu þeir lent í mun verri stöðu. Grótta skoraði fyrsta markið sitt eftir átta og hálfa mínútu og eftir tíu mínútur var staðan 5-1. Þá fengu Akureyringar tveggja mínútna brottvísun og Gróttumenn komust inn í leikinn. Þeir komust einu marki frá heimamönnum en ekki lengra. Norðlendingar gáfu aftur í og röðuðu inn mörkunum. Þeir komust í fimm marka forskot sem varð að sjö mörkum í hálfleik, 17-10 fyrir Akureyri. Árni Þór Sigtryggsson skoraði sjö mörk úr níu skotum og var frábær, Oddur var líka góður. Akureyringar skoruðu alls sjö mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik. Akureyringar héldu uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og komust fljótlega tíu mörkum yfir. Gróttumenn misstu allan áhuga og Anton var nánast sá eini sem reyndi. Það var skelfing að horfa upp á liðið kasta hverjum bolta á fætur öðrum frá sér og leyfa heimamönnum að valta yfir sig. Akureyri komst mest fimmtán mörkum yfir en Rúnar leyfði svo ungum strákum að spreyta sig. Þeir stóðu sig vel eins og allt liðið. Lokatölur 33-19, síst of stór sigur Akureyrar. Hörður Flóki var góður í markinu en vörnin var lykillinn að sigrinum. Oddur var góður eins og svo oft og Árni frábær í fyrri hálfleik. Það dró aðeins af honum í þeim seinni. Akureyri er þar með komið með þrettán stig en Grótta er áfram með átta.Akureyri-Grótta 33-19 (17-10)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 9/3 (12), Árni Þór Sigtryggsson 8 (13), Heimir Örn Árnason 4 (6), Hörður F. Sigþórsson 3 (5), Hreinn Þór Hauksson 2 (2), Jónatan Magnússon 2/1 (7/2), Andri Snær Stefánsson 1 (1), Bjarni Jónasson 1 (2), Guðlaugur Arnarsson 1 (2), Geir Guðmundsson 1 (3), Guðmundur H. Helgason 1 (3).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 18 (37) 49%. Hraðaupphlaup: 13 (Heimir 3, Árni 3, Hreinn 2, Oddur 2, Bjarni, Guðlaugur, Hörður).Fiskuð víti: 4 (Jónatan 2, Heimir, Hörður).Utan vallar: 10 mín.Mörk Grótta (skot): Anton Rúnarsson 8/3 (17), Hjalti Pálmason 5 (9), Davíð Gíslason 2 (6), Ægir Hrafn Jónsson 1 (1), Davíð Hlöðversson 1 (1), Jón Karl Björnsson 1 (2), Atli Rúnar Steinþórsson 1 (2).Varin skot: Gísli Rúnar Guðmundsson 13 (27) 48%, Magnús Sigmundsson 7 (24) 29%.Hraðaupphlaup: 3 (Davíð H, Anton, Ægir).Fiskuð víti: 3 (Atli 2).Utan vallar: 6 mín.Dómarar: Brynjar Einarsson og Vilberg Sverrisson. Ágætir. Olís-deild karla Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Akureyri tók Gróttu í kennslustund norðan heiða í kvöld. Miðað við meðalaldur Gróttuliðsins ætti reyndar ekki að þurfa að kenna þeim neitt en liðið var sorglega lélegt og virtist ekki nenna að spila í kvöld. Akureyringar léku við hvern sinn fingur og hefðu getað unnið með meira en fjórtán mörkum, lokatölur 33-19. Framliggjandi vörn Akureyringa var sterk í upphafi leiks þar sem vel var gengið út í skyttur Gróttu. Gestirnir vissu ekki sitt rjúkandi ráð og gátu ekkert fyrstu mínúturnar. Ef Magnús Sigmundsson, gamli jálkurinn, hefði ekki varið vel hefðu þeir lent í mun verri stöðu. Grótta skoraði fyrsta markið sitt eftir átta og hálfa mínútu og eftir tíu mínútur var staðan 5-1. Þá fengu Akureyringar tveggja mínútna brottvísun og Gróttumenn komust inn í leikinn. Þeir komust einu marki frá heimamönnum en ekki lengra. Norðlendingar gáfu aftur í og röðuðu inn mörkunum. Þeir komust í fimm marka forskot sem varð að sjö mörkum í hálfleik, 17-10 fyrir Akureyri. Árni Þór Sigtryggsson skoraði sjö mörk úr níu skotum og var frábær, Oddur var líka góður. Akureyringar skoruðu alls sjö mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik. Akureyringar héldu uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og komust fljótlega tíu mörkum yfir. Gróttumenn misstu allan áhuga og Anton var nánast sá eini sem reyndi. Það var skelfing að horfa upp á liðið kasta hverjum bolta á fætur öðrum frá sér og leyfa heimamönnum að valta yfir sig. Akureyri komst mest fimmtán mörkum yfir en Rúnar leyfði svo ungum strákum að spreyta sig. Þeir stóðu sig vel eins og allt liðið. Lokatölur 33-19, síst of stór sigur Akureyrar. Hörður Flóki var góður í markinu en vörnin var lykillinn að sigrinum. Oddur var góður eins og svo oft og Árni frábær í fyrri hálfleik. Það dró aðeins af honum í þeim seinni. Akureyri er þar með komið með þrettán stig en Grótta er áfram með átta.Akureyri-Grótta 33-19 (17-10)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 9/3 (12), Árni Þór Sigtryggsson 8 (13), Heimir Örn Árnason 4 (6), Hörður F. Sigþórsson 3 (5), Hreinn Þór Hauksson 2 (2), Jónatan Magnússon 2/1 (7/2), Andri Snær Stefánsson 1 (1), Bjarni Jónasson 1 (2), Guðlaugur Arnarsson 1 (2), Geir Guðmundsson 1 (3), Guðmundur H. Helgason 1 (3).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 18 (37) 49%. Hraðaupphlaup: 13 (Heimir 3, Árni 3, Hreinn 2, Oddur 2, Bjarni, Guðlaugur, Hörður).Fiskuð víti: 4 (Jónatan 2, Heimir, Hörður).Utan vallar: 10 mín.Mörk Grótta (skot): Anton Rúnarsson 8/3 (17), Hjalti Pálmason 5 (9), Davíð Gíslason 2 (6), Ægir Hrafn Jónsson 1 (1), Davíð Hlöðversson 1 (1), Jón Karl Björnsson 1 (2), Atli Rúnar Steinþórsson 1 (2).Varin skot: Gísli Rúnar Guðmundsson 13 (27) 48%, Magnús Sigmundsson 7 (24) 29%.Hraðaupphlaup: 3 (Davíð H, Anton, Ægir).Fiskuð víti: 3 (Atli 2).Utan vallar: 6 mín.Dómarar: Brynjar Einarsson og Vilberg Sverrisson. Ágætir.
Olís-deild karla Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira