Logi á Nordisk Panorma Sigtryggur Magnason skrifar 27. ágúst 2010 08:00 Logi Hilmarsson kvikmyndagerðarmaður. „Þetta er fyrsta stuttmyndin sem mér fannst nógu góð til að ég þyrði að senda hana frá mér," segir kvikmyndagerðarmaðurinn Logi Hilmarsson. Stuttmynd hans, Þyngdarafl, keppir í flokki stuttmynda á kvikmyndahátíðinni Nordisk Panorama sem fram fer í Bergen í Noregi dagana 24. til 29. september. Þyngdarafl var frumsýnd á stuttmyndahátíðinni Northern Wave á Grundarfirði í vetur og voru móttökurnar svo góðar að Logi ákvað að senda myndina áfram á Nordisk Panorama. „Ég varð svolítið hissa yfir því hvað hún fékk góðar móttökur. Ég var búinn að liggja svo lengi yfir henni að ég var kominn með algjört ógeð, en þegar ég horfði á hana í bíósalnum og sá viðbrögð fólks áttaði ég mig á því að myndin var ekki alslæm," segir Logi. Hann stundaði nám við kvikmyndaskóla í París auk þess sem hann hefur starfað mikið innan kvikmyndabransans hér á landi undanfarin ár. Að sögn Loga fjallar Þyngdarafl um ást, vináttu og trú og áhrif trúarinnar á samband manna. Leikararnir Magnea Valdimarsdóttir, Magnús Guðmundsson og Damon Younger fara með hlutverk í myndinni. Inntur eftir því hvaða þýðingu þetta hafi á feril hans segir Logi þetta fyrst og fremst mikið hrós. „Þetta er auðvitað mikil viðurkenning fyrir mig sem kvikmyndagerðarmann því það eru fáar myndir sem komast að á hátíðinni og vonandi opnar þetta nýjar dyr í framtíðinni," segir hann og bætir við hlæjandi: „Og nú þarf ég ekki lengur að skammast mín þegar ég segist vera kvikmyndagerðarmaður." Sjónvarpið hefur þegar keypt sýningarréttinn að myndinni og því ættu landsmenn að geta barið hana augum innan tíðar. Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Þetta er fyrsta stuttmyndin sem mér fannst nógu góð til að ég þyrði að senda hana frá mér," segir kvikmyndagerðarmaðurinn Logi Hilmarsson. Stuttmynd hans, Þyngdarafl, keppir í flokki stuttmynda á kvikmyndahátíðinni Nordisk Panorama sem fram fer í Bergen í Noregi dagana 24. til 29. september. Þyngdarafl var frumsýnd á stuttmyndahátíðinni Northern Wave á Grundarfirði í vetur og voru móttökurnar svo góðar að Logi ákvað að senda myndina áfram á Nordisk Panorama. „Ég varð svolítið hissa yfir því hvað hún fékk góðar móttökur. Ég var búinn að liggja svo lengi yfir henni að ég var kominn með algjört ógeð, en þegar ég horfði á hana í bíósalnum og sá viðbrögð fólks áttaði ég mig á því að myndin var ekki alslæm," segir Logi. Hann stundaði nám við kvikmyndaskóla í París auk þess sem hann hefur starfað mikið innan kvikmyndabransans hér á landi undanfarin ár. Að sögn Loga fjallar Þyngdarafl um ást, vináttu og trú og áhrif trúarinnar á samband manna. Leikararnir Magnea Valdimarsdóttir, Magnús Guðmundsson og Damon Younger fara með hlutverk í myndinni. Inntur eftir því hvaða þýðingu þetta hafi á feril hans segir Logi þetta fyrst og fremst mikið hrós. „Þetta er auðvitað mikil viðurkenning fyrir mig sem kvikmyndagerðarmann því það eru fáar myndir sem komast að á hátíðinni og vonandi opnar þetta nýjar dyr í framtíðinni," segir hann og bætir við hlæjandi: „Og nú þarf ég ekki lengur að skammast mín þegar ég segist vera kvikmyndagerðarmaður." Sjónvarpið hefur þegar keypt sýningarréttinn að myndinni og því ættu landsmenn að geta barið hana augum innan tíðar.
Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira