Jafntefli hjá ensku liðunum en stórsigrar hjá þeim spænsku Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. september 2010 20:38 Wayne Rooney náði sér ekki á strik í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Fyrstu átta leikirnir í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fóru fram í kvöld. Bæði ensku liðin sem voru í eldlínunni í kvöld gerðu jafntefli. Manchester United og Rangers gerðu markalaust jafntefli á Old Trafford í C-riðli en fyrir leikinn gerði Alex Ferguson tíu breytingar á byrjunarliði United frá síðasta leik. Leikurinn var afar tíðindalitill og verður helst minnst fyrir þau slæmu meiðsli sem Antonio Valencia varð fyrir í síðari hálfleik. Bera þurfti Valencia af velli sem hefur líklegast ökklabrotnað. Tottenham komst í 2-0 gegn Werder Bremen í Þýskalandi strax í fyrri hálfleik en mátti sætta sig við jafntefli. Peter Crouch skoraði síðara mark Tottenham en það fyrra var sjálfsmark Petri Pasanen. Hugo Almeida minnkaði muninn fyrir Bremen rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og Marco Marin jafnaði metin í upphafi þess síðari. Spænsku liðin Valencia og Barcelona unnu stórsigra í sínum leikjum í kvöld. Valencia vann Bursaspor í Tyrklandi og Börsungar kjöldrógu Panathinaikos á heimavelli, 5-1. Lionel Messi skoraði tvö mörk fyrir Barcelona. Titilvörn Inter hófst ekki á góðum nótum en liðið gerði jafntefli við Twente á útivelli, 2-2. Diego Milito, sem skoraði bæði mörk Inter í sigrinum á Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor, skoraði sjálfsmark í kvöld. Sölvi Geir Ottesen spilaði allan leikinn fyrir FC Kaupmannahöfn sem vann 1-0 sigur á Rubin Kazan á Parken í kvöld. Hér eru úrslit og markaskorarar kvöldsins: A-riðill:Werder Bremen - Tottenham 2-2 0-1 Petri Pasanen, sjálfsmark (12.) 0-2 Peter Crouch (18.) 1-2 Hugo Almeida (43.) 2-2 Marco Marin (47.)Twente - Inter 2-2 0-1 Wesley Sneijder (14.) 1-1 Theo Janssen (20.) 2-1 Diego Milito, sjálfsmark (30.) 2-2 Samuel Eto'o (41.) B-riðill:Lyon - Schalke 1-0 1-0 Michel Bastos (21.).Benfica - Hapoel Tel-Aviv 2-0 1-0 Luisao (21.) 2-0 Oscar Cardozo (68.) C-riðill:Manchester United - Glasgow Rangers 0-0Bursaspor - Valencia 0-4 0-1 Ricardo Costa (16.) 0-2 Ricardo Vosta (41.) 0-3 Pablo (68.) 0-4 Roberto Soldado (76.) D-riðill:FC Kaupmannahöfn - Rubin Kazan 1-0 1-0 Dame N'Doye (87.)Barcelona - Panathinaikos 5-1 0-1 Sidney Govou (20.) 1-1 Lionel Messi (22.) 2-1 David Villa (33.) 3-1 Lionel Messi (45.) 4-1 Pedro (78.). 5-1 Dani Alves (90.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjá meira
Fyrstu átta leikirnir í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fóru fram í kvöld. Bæði ensku liðin sem voru í eldlínunni í kvöld gerðu jafntefli. Manchester United og Rangers gerðu markalaust jafntefli á Old Trafford í C-riðli en fyrir leikinn gerði Alex Ferguson tíu breytingar á byrjunarliði United frá síðasta leik. Leikurinn var afar tíðindalitill og verður helst minnst fyrir þau slæmu meiðsli sem Antonio Valencia varð fyrir í síðari hálfleik. Bera þurfti Valencia af velli sem hefur líklegast ökklabrotnað. Tottenham komst í 2-0 gegn Werder Bremen í Þýskalandi strax í fyrri hálfleik en mátti sætta sig við jafntefli. Peter Crouch skoraði síðara mark Tottenham en það fyrra var sjálfsmark Petri Pasanen. Hugo Almeida minnkaði muninn fyrir Bremen rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og Marco Marin jafnaði metin í upphafi þess síðari. Spænsku liðin Valencia og Barcelona unnu stórsigra í sínum leikjum í kvöld. Valencia vann Bursaspor í Tyrklandi og Börsungar kjöldrógu Panathinaikos á heimavelli, 5-1. Lionel Messi skoraði tvö mörk fyrir Barcelona. Titilvörn Inter hófst ekki á góðum nótum en liðið gerði jafntefli við Twente á útivelli, 2-2. Diego Milito, sem skoraði bæði mörk Inter í sigrinum á Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor, skoraði sjálfsmark í kvöld. Sölvi Geir Ottesen spilaði allan leikinn fyrir FC Kaupmannahöfn sem vann 1-0 sigur á Rubin Kazan á Parken í kvöld. Hér eru úrslit og markaskorarar kvöldsins: A-riðill:Werder Bremen - Tottenham 2-2 0-1 Petri Pasanen, sjálfsmark (12.) 0-2 Peter Crouch (18.) 1-2 Hugo Almeida (43.) 2-2 Marco Marin (47.)Twente - Inter 2-2 0-1 Wesley Sneijder (14.) 1-1 Theo Janssen (20.) 2-1 Diego Milito, sjálfsmark (30.) 2-2 Samuel Eto'o (41.) B-riðill:Lyon - Schalke 1-0 1-0 Michel Bastos (21.).Benfica - Hapoel Tel-Aviv 2-0 1-0 Luisao (21.) 2-0 Oscar Cardozo (68.) C-riðill:Manchester United - Glasgow Rangers 0-0Bursaspor - Valencia 0-4 0-1 Ricardo Costa (16.) 0-2 Ricardo Vosta (41.) 0-3 Pablo (68.) 0-4 Roberto Soldado (76.) D-riðill:FC Kaupmannahöfn - Rubin Kazan 1-0 1-0 Dame N'Doye (87.)Barcelona - Panathinaikos 5-1 0-1 Sidney Govou (20.) 1-1 Lionel Messi (22.) 2-1 David Villa (33.) 3-1 Lionel Messi (45.) 4-1 Pedro (78.). 5-1 Dani Alves (90.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjá meira