Viðskipti innlent

Erindi um rannsókn bankahrunsins á Lögfræðitorgi

Í erindi á Lögfræðitorgi mun Inga Þöll Þórgnýsdóttir fjalla um stefnu stjórnvalda við rannsókn bankahrunsins og gerir grein fyrir því hvaða stofnanir fara með rannsókn hrunsins og hvaða heimildir þær hafa.

Í tilkynningu segir að rannsókn bankahrunsins, sem varð á haustdögum 2008, hefur mikið verið í umræðunni undanfarið og enn er beðið skýrslu sérstakrar rannsóknarnefndar um málið. Erindi Ingu verður flutt í hádeginu á morgun, þriðjudag, í stofu L 201 Sólborg v/Norðurslóð.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir hefur verið lögmaður Akureyrarbæjar frá apríl 2002. Hún er aðjúnkt við Háskólann á Akureyri frá haustinu 2006 en hóf kennslu við Félagsvísinda- og lagadeild haustið 2005. Inga þöll útskrifaðist frá lagadeild Háskóla Íslands 1991 og hlaut héraðsdómslögmannsréttindi árið 1994. Hún ra eigin lögmannsstofu á Akureyri í 8 ár.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×