Stefán með slitna hásin: Ég er ekki óheppnasti handboltamaðurinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. ágúst 2010 07:00 Fréttablaðið/Anton Hinn lunkni hornamaður Fram, Stefán Baldvin Stefánsson, verður væntanlega ekkert með Frömurum í vetur eftir að hafa slitið hásin á æfingu í vikunni. „Ég var að taka af stað og þá var eins og það væri sparkað aftan í mig þó svo það væri enginn nálægt. Þetta var sárt en ég gerði mér strax grein fyrir því hvað hefði gerst. Hef séð svona gerast og veit hvernig það lýsir sér," sagði Stefán Baldvin svekktur. „Það er talað um að sinin sjálf jafni sig á hálfu ári. Þá á ég eftir að komast í form og styrkja sinina. Það er því frekar hæpið að ég nái að spila eitthvað í vetur," sagði Stefán en þetta er mikið áfall fyrir Framara enda missti liðið annan vinstri hornamann á dögunum er Guðjón Finnur Drengsson ákvað að ganga í raðir Selfoss. Það verður seint sagt að lukkan leiki við Stefán Baldvin í handboltanum því á síðasta vetri skaddaðist hann mjög illa á auga er hann fékk putta í augað. Hann hefur síðan þurft að leika með hlífðargleraugu. „Ég er með 20 prósent sjón á auganu og það lagast líklega ekki meira," sagði Stefán en hann ætlar ekki að hætta í boltanum þó mótlætið sé mikið. „Þegar ég hætti þá mun ég hætta á eigin forsendum. Ég hef ekki áhuga á því að enda ferilinn svona," sagði hinn 28 ára gamli Stefán sem þvertekur fyrir að vera orðinn óheppnasti handboltamaður landsins og hafi þar með tekið við kyndlinum af hinum seinheppna Stjörnumanni, Vilhjálmi Halldórssyni. „Ég á nokkuð í land með að ná honum. Hef ekki enn dottið ofan af þaki og ökklabrotnað í píptesti," sagði Stefán léttur en hann segist vera mjög jákvæður þrátt fyrir allt mótlætið. Olís-deild karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Sjá meira
Hinn lunkni hornamaður Fram, Stefán Baldvin Stefánsson, verður væntanlega ekkert með Frömurum í vetur eftir að hafa slitið hásin á æfingu í vikunni. „Ég var að taka af stað og þá var eins og það væri sparkað aftan í mig þó svo það væri enginn nálægt. Þetta var sárt en ég gerði mér strax grein fyrir því hvað hefði gerst. Hef séð svona gerast og veit hvernig það lýsir sér," sagði Stefán Baldvin svekktur. „Það er talað um að sinin sjálf jafni sig á hálfu ári. Þá á ég eftir að komast í form og styrkja sinina. Það er því frekar hæpið að ég nái að spila eitthvað í vetur," sagði Stefán en þetta er mikið áfall fyrir Framara enda missti liðið annan vinstri hornamann á dögunum er Guðjón Finnur Drengsson ákvað að ganga í raðir Selfoss. Það verður seint sagt að lukkan leiki við Stefán Baldvin í handboltanum því á síðasta vetri skaddaðist hann mjög illa á auga er hann fékk putta í augað. Hann hefur síðan þurft að leika með hlífðargleraugu. „Ég er með 20 prósent sjón á auganu og það lagast líklega ekki meira," sagði Stefán en hann ætlar ekki að hætta í boltanum þó mótlætið sé mikið. „Þegar ég hætti þá mun ég hætta á eigin forsendum. Ég hef ekki áhuga á því að enda ferilinn svona," sagði hinn 28 ára gamli Stefán sem þvertekur fyrir að vera orðinn óheppnasti handboltamaður landsins og hafi þar með tekið við kyndlinum af hinum seinheppna Stjörnumanni, Vilhjálmi Halldórssyni. „Ég á nokkuð í land með að ná honum. Hef ekki enn dottið ofan af þaki og ökklabrotnað í píptesti," sagði Stefán léttur en hann segist vera mjög jákvæður þrátt fyrir allt mótlætið.
Olís-deild karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Sjá meira