Lífið

Fleiri nöfn staðfest á Airwaves

Alex Metric Breski tónlistarmaðurinn Alex Metric er á meðal þeirra erlendu tónlistarmanna sem koma fram á Airwaves í ár.
Alex Metric Breski tónlistarmaðurinn Alex Metric er á meðal þeirra erlendu tónlistarmanna sem koma fram á Airwaves í ár.

Tónlistarhátíðin Airwaves hefst eftir rúma tvo mánuði og þegar hafa verið staðfest nöfn um hundrað hljómsveita sem koma fram á hátíðinni.

Airwaives hefur verið ein vinsælasta tónlistahátíð landsins allt frá upphafi og reynsla undanfarinna ára hefur sýnt að miðar á hátíðina seljast upp talsvert fyrir upphaf hátíðarinnar. Líkt og fyrri ár munu margar áhugaverðar hljómsveitir troða upp á hátíðinni í október. Má þar nefna sveitir á borð við hina kanadísku Timber Timbre, Angel Deradoorian, Dimond Rings, Alex Metric og íslensku sveitina Sin Fang auk fjölda annarra. Í ár koma einnig í fyrsta sinn fram listamenn frá Finnlandi, Grænlandi og Grikklandi sem þykja skemmtileg tíðindi.

Opinberir tónleikastaðir hátíðarinnar eru sem áður Listasafn Reykjavíkur, Nasa, Iðnó, Sódóma og Faktorý auk annara tónleika- og skemmtistaða. Umfangsmikil utandagskrá er einnig í gangi líkt og fyrri ár og taka bæði innlendir og erlendir tónlistarmenn þátt í þeirri dagskrá.

Forsala miða hefur gengið vel en frá og með 1. september hækkar miðaverð og mun það haldast óbreytt á meðan miðar eru til. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu hátíðarinnar www.icelandairwaves.com.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×