Blikastúlkan Greta Mjöll Samúelsdóttir heldur áfram að gera það gott í bandaríska háskólaboltanum. Greta skoraði tvö mörk fyrir lið sitt, Northeastern Huskies, er það lagði Lafayette af velli, 3-0, um helgina.
Í fyrra markinu komst hún ein í gegn, lék á markvörðinn og skoraði í tómt markið. Seinna markið var einkar glæsilegt eða skot af um 25 metra færi sem hafnaði upp í markhorninu fjær.
Greta Mjöll er nú orðin markahæsti leikmaður liðsins með 4 mörk í 6 leikjum.
Sandra Sif Magnúsdóttir var einnig í liði Huskies um helgina og stóð sig vel.